Birtingar félagsvísa


Hér er haldið utan um útgáfur, hagtíðindi og fréttatilkynningar sem tengjast félagsvísum. Svokölluðum kjarna félagsvísum hefur áður verið miðlað á vef félagsmálaráðuneytisins í skýrslu. Sérhefti félagsvísa, þar sem tekin eru fyrir tiltekin málefni hefur verið miðlað í hagtíðindum.

Flokkur Fyrirsögn Útdráttur Dagsetning
Frétt Tæplega 2.400 ungmenni eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun Árið 2018 er áætlað að 6,0% ungmenna á aldrinum 16-24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun (e. Not in Employment, Education or Training, NEET). Þetta hlutfall jafngildir því að tæplega 2.400 ungmenni hafi hvorki verið í vinnu né í skóla eða starfsþjálfun það árið. 3. júní 2019
Sérhefti Félagsvísar um innflytjendur Markmið þessa sérheftis um innflytjendur er að draga upp heildstæða mynd af stöðu innflytjenda á Íslandi, þar sem félagsleg velferð þeirra er í brennidepli. Þetta er í fyrsta skipti sem Hagstofa Íslands gefur út svo yfirgripsmikið efni um stöðu innflytjenda þar sem horft er til fjárhags, menntunar, atvinnu, húsnæðis,lýðræðis, jafnvægi atvinnu og einkalífs, umhverfisgæða og öryggis. 31. janúar 2019
Greinagerð Endurskoðun félagsvísa Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt árlega ýmiss konar samfélagslegar mælingar undir yfirskriftinni félagsvísar. Frá þeim tíma hefur orðið mikil þróun í sams konar vísum hjá öðrum hagstofum og alþjóðastofnunum sem gaf tilefni til endurskoðunar á félagsvísum. 25. janúar 2019
Kjarnaútgáfa Félagsvísar Árleg uppfærsla félagsvísa apríl 2018
Kjarnaútgáfa Félagsvísar Árleg uppfærsla félagsvísa febrúar 2017
Sérhefti Vaktavinna á Íslandi 2006-2016 Vaktavinna er fremur algeng á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd en árið 2016 unnu 26,1% launþega á Íslandi í vaktavinnu, sem var níunda hæsta hlutfallið í Evrópu og 7,6 prósentustigum yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. 7. desember 2017
Kjarnaútgáfa Félagsvísar Árleg uppfærsla félagsvísa 2016
Sérhefti Ungt fólk í foreldrahúsum Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum. Á milli 2005 og 2015 hækkaði hlutfallið úr 48,1% í 56,9% í aldurshópnum 20–24 ára. 21. nóvember 2016
Sérhefti Hagur og heilsa Árið 2015 mátu tæplega 8 af hverjum 10 íbúum á Íslandi heilsufar sitt sem gott eða mjög gott, eða 76%. Um 73% kvenna mátu heilsufar sitt sem gott eða mjög gott en um 80% karla. 11. nóvember 2016
Sérhefti Byrði húsnæðiskostnaðar 2014 Byrði húsnæðiskostnaðar var að jafnaði hæst hjá leigjendum á almennum markaði árið 2014. Það ár varði dæmigerður leigjandi á almennum markaði 24,3% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað og 18,7% þeirra vörðu meira en 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. 12. nóvember 2015
Sérhefti Skortur á efnislegum gæðum 2014 Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6% í 5,5% milli áranna 2013 og 2014. Árið 2013 var þetta hlutfall á Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu. 3. júlí 2015
Sérhefti Lífskjör og lífsgæði barna Árið 2014 bjuggu 11,4% barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að láta enda ná saman, 10% á heimilum undir lágtekjumörkum og 7,7% á heimilum sem skorti efnisleg gæði. 23. mars 2015
Sérhefti Börn og fátækt Árið 2013 var hlutfall barna sem bjuggu á heimilum undir lágtekjumörkum hærra en hlutfall allra landsmanna, eða 12,2% samanborið við 9,3%. 10. nóvember 2014
Sérhefti Skortur á efnislegum lífsgæðum Árið 2013 bjuggu 6,7% Íslendinga við skort á efnislegum lífsgæðum. Hlutfallið lækkaði umtalsvert í aðdraganda hrunsins, fór úr 7,4% árið 2007 í 2,5% árið 2008, en jókst eftir það. 30. júní 2014
Sérhefti Leigjendur á almennum markaði Heimilum í leiguhúsnæði á almennum markaði hefur fjölgað frá 2007. Fjölgunin er einna mest á aldursbilinu 25–34 ára, í lægri tekjuhópum og hjá heimilum einhleypra fullorðinna með eitt eða fleiri börn. 28. apríl 2014