Fjárhagur / Heildartekjur


Stutt lýsing

Samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna á ári á verðlagi 2021.


Nánari skýring

Niðurstöður byggja á skattframtölum einstaklinga. Framtalsskyldir eru allir 16 ára og eldri sem eru skattskyldir á Íslandi. Byggt er á öllum framteljendum að undanskildum eftirfarandi:

Handreiknað framtal fá þeir framteljendur sem ekki hafa búið á Íslandi nema hluta úr viðkomandi tekjuári, hafa hér á landi skattalega heimilisfesti, hafa tekjur hér á landi án þess að hafa hér búsetu, eins ef breytingar hafa orðið á hjúskaparstöðu eða aðrar þær breytingar á högum sem kalla á sérstaka meðhöndlun skattframtalsins. Erlendis búsettur telst sá sem hefur búið fleiri en 30 daga erlendis.

Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2020. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2020 í samræmi við verðlag ársins 2021 með því að fylla í eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2021 / (Vísitala neysluverðs 2020 * upphæð).

Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.


Eining

Miðgildi heildartekna á ári í krónum.

Hér er miðað við miðgildi allra framteljenda.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um heildartekjur.

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.

Tekjur

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.