Fjárhagur / Skortur á efnislegum gæðum


Stutt lýsing

Hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði eftir heimilisgerð.


Nánari skýring

Fólk telst búa við skort á efnislegum gæðum ef það býr á heimili þar sem þrennt eða meira af eftirfarandi á við:

  1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum

  2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni

  3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag

  4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 180 þúsund krónur árið 2018)

  5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma

  6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki

  7. Hefur ekki efni á þvottavél

  8. Hefur ekki efni á bíl

  9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

Um tölurnar

Brot er í tímaröð vegna orðalagsbreytinga í spurningunni um vikulangt frí, sem hefur í för með sér að mælingarnar eru ekki sambærilegar á milli áranna 2015 og 2016. Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2019-2021 hafa eldri niðurstöður verið uppfærðar vegna lagfæringar á kóðun svarkosta. Tölurnar frá 2019-2021 eru bráðabirgðatölur.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Skortur á efnislegum gæðum

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.