Heilsa / Fólk við góða heilsu


Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem býr við góða heilsu.


Nánari skýring

Mælingin byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:

Almennt séð finnst þér þú vera við mjög góða, góða, sæmilega, slæma eða mjög slæma heilsu?

Niðurstöður sýna svör þeirra sem segjast vera með góða og mjög góða heilsu og þau borin saman við önnur. Þetta er í samræmi við flokkun OECD.

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.

Tölurnar frá 2018 eru bráðabirgðatölur.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk við góða heilsu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Fólk við góða heilsu

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.