Heilsa / Fólk með heilsufarslegar takmarkanir


Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem býr við takmarkanir í daglegu lífi sökum heilsufars.


Nánari skýring

Byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:

Í sex mánuði samfleytt eða lengur, hefur heilsufar þitt hamlað eða takmarkað þig á einhvern hátt í einhverju sem reikna má með að flest fólk geti gert?

Hlutfallið miðar við bæði þá sem takmarkast og takmarkast verulega sökum heilsufars.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.

Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2015-2018 hafa eldri niðurstöður verið endurskoðar. Áhrif leiðréttingarinnar er sú að hærra hlutfall telst takmarkast sökum heilsufars en áður frá og með árinu 2007.

Tölurnar frá 2018 eru bráðabirgðatölur.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk með heilsufarslegar takmarkanir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Fólk með heilsufarslegar takmarkanir

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.