Húsnæði / Vanskil húsnæðislána eða leigu


Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem hefur ekki getað greitt húsnæðislán eða leigu á tilskildum tíma eftir stöðu á húsnæðismarkaði.


Nánari skýring

Spurt er hvort að heimilið hafi verið í vanskilum á húsnæðislánum eða leigu á einhverjum tímapunkti síðustu 12 mánuði. Með vanskilum er átt við að heimilið hafi ekki getað borgað húsaleigu eða húsnæðislán á tilskildum tíma. Ef heimilinu tekst að greiða með lántöku (frá banka, ættingjum eða vinum) telst það sambærilegt við að heimilið hafi borgað með eigin fé. Lán vegna viðhalds, endurbóta o.fl. á húsnæði eru undanskilin frá þessum útreikningum.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.

Tölurnar frá 2019-2021 eru bráðabirgðatölur.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vanskil húsnæðislána eða leigu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Vanskil húsnæðislána eða leigu

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.