Jafnvægi vinnu og einkalífs / Vinnustundir á viku


Stutt lýsing

Unnar vinnustundir er fjöldi vinnustunda sem fólk telur sig hafa unnið í aðal- og aukastarfi í viðmiðunarvikunni eftir kyni.


Nánari skýring

Miðað er við unnar vinnustundir að jafnaði fyrir íslenskan vinnumarkað.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.


Eining

Meðalfjöldi unninna klukkustunda


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um unnar vinnustundir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:

Meðalfjöldi unninna vinnustunda eftir landsvæði, kyni og aldri

Meðalfjöldi unninna vinnustunda

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.