Menntun / Skólasókn í framhaldsskóla


Stutt lýsing

Hlutfall nemenda sem sækir framhaldsskóla af mannfjölda í viðkomandi aldursflokki.


Nánari skýring

Breytingar á skólasókn má nýta sér sem snemmbæra viðvörun um hvert stefnir í menntamálum. Skólasókn eftir aldri er þverskurðsmæling á hlutfalli þeirra sem eru skráðir í skóla í tilteknum aldurshópi ár hvert. Skólasókn gefur nákvæma, tímanlega og næma vísbendingu um hvernig menntunarstaða og brautskráningar- og brottfallstölur gætu litið út í framtíðinni, án þess þó að mæla þessa þætti beint, þar sem skólasókn er forsenda þeirra.

Tölur um brautskráningu og brottfall kalla hinsvegar á að nemenda sem hefur skráð sig í skóla sé fylgt eftir í ákveðinn tíma til þess að sjá hvernig honum farnast. Því getur tekið tíma að sjá áhrif samfélagsbreytinga á brautskráningarhlutfall og brottfall. Skólasókn er einnig næmari mælikvarði á samfélagslegar breytingar en til dæmis menntunarstaða þjóðarinnar. Þetta skýrist af því að menntunarstaða er mæling á stöðu sem helst óbreytt fyrir flesta frá ári til árs þegar horft er til íbúa í heild sinni.

Miðað er við fólk sem er með lögheimili innanlands og í námi innanlands, frá og með fyrsta ári framhaldsskólastigs. Miðað er við skólasókn í desember ár hvert. Ártölin eiga við fyrra árið á skólaárinu, t.d. á 2015 við skólaárið 2015-2016.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar tölur um skólasókn í framhaldsskóla fyrir nokkra lykilaldurshópa. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:

Skólasókn í framhaldsskóla

Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi

Menntunarstaða

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.