Öryggi / Öryggi í nærumhverfi


Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem upplifir glæpi í nágrenninu eftir kyni.


Nánari skýring

Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er kannað hvort fólk verði fyrir óþægindum vegna glæpa í nágrenninu. Spurt er: “Verðið þið fyrir óþægindum í húsnæðinu vegna skemmdarverka, ofbeldis eða ólöglegrar starfsemi af einhverju tagi í nágrenninu?”.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við alla heimilismenn og er gengið út frá því að svör hans séu lýsandi fyrir annað heimilisfólk.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.