Um menningarvísa

Menningarvísar snúa að miðlun hagrænna mælikvarða um menningu og skapandi greinar á Íslandi.

Menningarvísar eru hagrænir mælikvarðar um skapandi greinar og menningu í íslensku atvinnulífi og hagkerfi. Verkefnið er í þróun og fleiri vísar munu vera gefnir út á næstu mánuðum. Eftirtaldir menningarvísar hafa verið birtir: fjöldi starfandi, launasumma, fjöldi rekstraraðila, rekstrartekjur og þjónustuviðskipti við útlönd.

Í menningarvísum eru talnagögn birt í myndriti og þau brotin niður á tíu menningargreinar. Stuðst er við hliðarflokkun Hagstofu Íslands á menningargreinunum en hliðarflokkunin byggir í grunninn á skilgreiningu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á atvinnugreinum menningar.

Tveimur ÍSAT 2008 flokkum er þó bætt við skilgreiningu Eurostat til að ná betur utan um menningargreinar:

Menningargreinarnar tíu eru:

Hver menningargrein samanstendur af ákveðnum ÍSAT 2008-atvinnugreinum en í þeim tilfellum þar sem ÍSAT 2008 atvinnugreinar falla ekki að öllu leyti undir ákveðna menningargrein eru hliðarflokkar notaðir.

Allir rekstraraðilar sem voru með 5 milljónir króna eða meira í árlegar rekstrartekjur að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu 2008-2019 eru flokkaðir í hliðarflokka. Í þeim tilfellum þar sem starfsemi rekstraraðila nær til fleiri en eins hliðarflokks eða upplýsingar um starfsemi liggja ekki fyrir eru rekstraraðilar flokkaðir í þann hliðarflokk sem á við samkvæmt skilgreiningu Eurostat.

ÍSAT2008 Lýsing Hliðarflokkun menningargreina
18.11.0 Prentun dagblaða Fjölmiðlar
18.12.0 Önnur prentun -
- Önnur prentun, fjölmiðlar Fjölmiðlar
- Önnur prentun, bókmenntir Bókmenntir
18.13.0 Undirbúningur fyrir prentun -
- Undirbúningur fyrir prentun, fjölmiðlar Fjölmiðlar
- Undirbúningur fyrir prentun, bókmenntir Bókmenntir
- Undirbúningur fyrir prentun, uppsetning og hönnun Hönnun og arkitektúr
18.14.0 Bókband og tengd þjónusta Bókmenntir
18.20.0 Fjölföldun upptekins efnis -
- Fjölföldun upptekins efnis, myndbönd Kvikmyndir og sjónvarp
- Fjölföldun upptekins efnis, tónlist Tónlist
32.12.0 Skartgripasmíði og skyld framleiðsla Hönnun og arkitektúr
32.20.0 Hljóðfærasmíði Tónlist
47.61.0 Smásala á bókum í sérverslunum Bókmenntir
47.62.0 Smásala á dagblöðum og ritföngum í sérverslunum Fjölmiðlar
47.63.0 Smásala á tónlistar- og myndupptökum í sérverslunum -
- Smásala á kvikmyndaupptökum í sérverslunum Kvikmyndir og sjónvarp
- Smásala á tónlistarupptökum í sérverslunum Tónlist
47.78.3 Starfsemi listmunahúsa og listaverkasala Myndlist
58.11.0 Bókaútgáfa Bókmenntir
58.13.0 Dagblaðaútgáfa Fjölmiðlar
58.14.0 Tímaritaútgáfa Fjölmiðlar
58.19.0 Önnur útgáfustarfsemi -
- Önnur útgáfustarfsemi, fjölmiðlar Fjölmiðlar
- Önnur útgáfustarfsemi, bókmenntir Bókmenntir
- Önnur útgáfustarfsemi, myndbönd Kvikmyndir og sjónvarp
- Önnur útgáfustarfsemi, tónlist Tónlist
- Önnur útgáfustarfsemi, tölvuleikir Tölvuleikir
58.21.0 Útgáfa tölvuleikja Tölvuleikir
59.11.0 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni Kvikmyndir og sjónvarp
59.12.0 Eftirvinnsla kvikmynda, myndbanda og sjónvarpsefnis Kvikmyndir og sjónvarp
59.13.0 Dreifing á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni Kvikmyndir og sjónvarp
59.14.0 Kvikmyndasýningar Kvikmyndir og sjónvarp
59.20.0 Hljóðupptaka og tónlistarútgáfa Tónlist
60.10.0 Útvarpsútsending og dagskrárgerð Fjölmiðlar
60.20.0 Sjónvarpsútsendingar og dagskrárgerð Kvikmyndir og sjónvarp
62.01.0 Hugbúnaðargerð -
- Tölvuleikjagerð Tölvuleikir
63.91.0 Starfsemi fréttastofa Fjölmiðlar
71.11.0 Starfsemi arkitekta og skyld tæknileg ráðgjöf Hönnun og arkitektúr
74.10.0 Sérhæfð hönnun Hönnun og arkitektúr
74.20.0 Ljósmyndaþjónusta Myndlist
74.30.0 Þýðingar- og túlkunarþjónusta Bókmenntir
77.22.0 Leiga á myndböndum og -diskum Kvikmyndir og sjónvarp
85.52.0 Listnám Listnám
90.01.0 Sviðslistir -
- Leiklist og aðrar sviðslistir Sviðslistir
- Tónlist Tónlist
90.02.0 Þjónusta við sviðslistir -
- Leiklist og aðrar sviðslistir Sviðslistir
- Tónlist Tónlist
90.03.0 Listsköpun -
- Ritlist Bókmenntir
- Myndlist Myndlist
- Tónlist Tónlist
90.04.0 Rekstur húsnæðis og annarrar aðstöðu fyrir menningarstarfsemi -
- Leiklist og aðrar sviðslistir Sviðslistir
- Tónlist Tónlist
91.01.0 Starfsemi bóka- og skjalasafna Bókmenntir
91.02.0 Starfsemi safna -
- Listasöfn Myndlist
- Önnur söfn Menningararfur
91.03.0 Rekstur sögulegra staða og bygginga og áþekkra ferðamannastaða Menningararfur

Allar tölur eru til bráðabirgða. Fyrirhugað er að viðhalda hliðarflokkun menningargreina til frambúðar og auka framboð af mælingum sem birtar verða, flokkaðar eftir menningargreinum.