Rekstrartekjur í menningargreinum

Stutt lýsing

Heildarrekstrartekjur rekstraraðila eftir menningargreinum 2008-2019. Bráðabirgðatölur.


Nánari skýring

Heildarrekstrartekjur rekstraraðila í menningargreinum samkvæmt skattaframtölum rekstraraðila (RSK 1.04 og 4.11). Rekstrar- og efnahagsyfirlitum fyrir einkageirann er ætlað að gefa mynd af heildarafkomu og efnahag rekstaraðila í menningargreinum og þróun þeirra yfir lengra tímabil. Rekstrartekjur eru sú heildarfjárhæð sem viðkomandi eining færir til reiknings á viðmiðunartímabilinu og svarar til sölu á vörum eða þjónustu til þriðja aðila.

Rekstrartekjur taka til allra gjalda og skatta á vörur eða þjónustu, sem einingin færir til reiknings, að undanskildum þeim virðisaukaskatti sem hún færir viðskiptamanni beint til reiknings og öðrum svipuðum, frádráttarbærum sköttum sem tengjast beint rekstrartekjum. Framleiðsla til eigin nota eða fjárfestingar telst ekki til rekstrartekna. Tekjur sem í ársreikningum fyrirtækja eru flokkaðar sem aðrar rekstrartekjur, fjármunatekjur og óreglulegar tekjur, sem og tekjur af notkun annarra á fyrirtækjaeignum sem gefa af sér vexti, rétthafa- og arðgreiðslur og aðrar tekjur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IAS og IFRS) skulu falla utan við rekstrartekjur. Rekstrarstyrkir frá opinberum yfirvöldum eða stofnunum Evrópusambandsins eru einnig undanskildir.

Í flokkun rekstraraðila var þess gætt að flokka þá sem voru með hæstar rekstrartekjur í hverri atvinnugrein. Því má reikna með að þekjan sé um 85 - 90%, það er að rekstraraðilar í hverri atvinnugrein sem voru flokkaðir ná yfir bróðupartinn af rekstrartekjum hverrar atvinnugreinar.


Eining

Upphæðir í krónum.


Gagnalind

Fyrirtækjaskrá Hagstofunnar, skattframtöl rekstraraðila (RSK 1.04 og 4.11).


Nánari upplýsingar

Sjá nánar í lýsigögnum um rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja hér.

Sjá veftöflur um rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja á vef Hagstofunnar hér .