Fjöldi starfandi í menningargreinum

Stutt lýsing

Fjöldi starfandi í menningargreinum 2008-2020, í nóvember hvert ár. Bráðabirgðatölur.


Nánari skýring

Upplýsingar um fjölda starfandi í atvinnugreinum menningar byggja á gögnum um vinnuafl úr skrám. Um er að ræða talningar á einstaklingum úr mánaðarlegum staðgreiðslu- og mannfjöldagögnum. Starfandi teljast þeir sem höfðu einhverjar tekjur af atvinnu sem greitt er fyrir í uppgjöri ríkisskattstjóra um staðgreidda skatta, þar með talið þeir sem eru með reiknað endurgjald. Upplýsingar um sjálfstætt starfandi koma úr hreyfingaskrá Skattsins. Bæði eru talin aðal- og aukastörf og því eru tvítalningar mögulegar.


Eining

Fjöldi einstaklinga.


Gagnalindir

Fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands, staðgreiðsluskrá og hreyfingaskrá Skattsins. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum yfir tíma þar sem grunngögn eru almennt áreiðanlegri fyrir nýrri ár.


Nánari upplýsingar

Staðgreiðslugögn ná til allra atvinnugreina á íslenskum vinnumarkaði. Á vef Skattsins kemur fram að öllum þeim sem teljast launagreiðendur samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda þ.e. þeir sem inna af hendi eða reikna greiðslur sem teljast vera laun, er skylt að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum og af reiknuðu endurgjaldi vegna eigin vinnu við reksturinn. Sjá nánar hér.

Sjá lýsigögn hér um fjölda starfandi í atvinnugreinum menningar samkvæmt skrám.

Sjá veftöflur um starfandi í menningu hér.