Velsældarvísar
-
Miðlun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði á Íslandi
Miðlun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði á Íslandi

Félagslegir mælikvarðar
Mikilvægt er að horfa til félagslegra þátta við mat á hagsæld og lífsgæðum landsmanna. Ef einungis er horft til stærðar og vaxtar hagkerfisins yfirsjást margir mikilvægir þættir eins og líðan, heilbrigði, félagsleg tengsl og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál, en þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á lífsgæði fólks.
Sjá nánarEfnahagslegir mælikvarðar
Efnahagslegir þættir geta gefið sterkar vísbendingar um velsæld þjóða. Þó þættir eins og landsframleiðsla og kaupmáttur gefi ekki tæmandi upplýsingar um velsæld þá getur öflugt hagkerfi skapað fólki aukið svigrúm til að njóta ýmissa gæða og eiga gott líf. Eins geta efnahagslegir þættir haft bein áhrif á fjármagn sem varið er í málaflokka eins og heilbrigðisþjónustu, menntun og félagsþjónustu.
Sjá nánarUmhverfislegir mælikvarðar
Umhverfislegir þættir þurfa að liggja til grundvallar mati á lífsgæðum landsmanna. Hægt er að auka hagvöxt til skamms tíma á kostnað náttúruauðlinda sem geta verið takmarkaðar í eðli sínu og því er mikilvægt að horfa á hversu vel þjóðir fara með þær auðlindir sem þær búa yfir. Umhverfislegir þættir geta einnig haft bein áhrif á heilsu fólks, eins og loftmengun, sem og miklar afleiðingar fyrir velmegun þjóða, eins og losun gróðurhúsalofttegunda.
Sjá nánarVelsældarkvarði
frá Embætti landlæknis
Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis sér um mánaðarlega vöktun á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Velsældarkvarðinn SWEMWBS (Short Warwick-Edinburgh Mental Wellbeing Scale) mælir andlega líðan fólks og metur velsæld yfir tíma.
Sjá nánar