Efnahagslegir mælikvarðar / Atvinna /

Atvinnuleysi

Atvinnuleysi á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni

Stutt lýsing

Hlutfall atvinnulausra af vinnuaflinu á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni.


Nánari skýring

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku vinnumarkaðsrannsóknar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.

Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við fólk á aldrinum 16-74 ára.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuleysi eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:

Atvinnuleysi eftir kyni, aldri og landsvæðum 2003-2021

Atvinnuleysi eftir kyni og aldri 2003-2022

Lýsigögn með nánari upplýsingum um talnaefnið má finna hér.