Efnahagslegir mælikvarðar / Atvinna /

Stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun - NEET

Hlutfall ungs fólks sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun eftir kyni

Stutt lýsing

Vísirinn fólk sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun, stytt sem NEET (Not in Education, Employment, or Training), er hlutfall einstaklinga sem eru hvorki í vinnu né í námi eða starfsþjálfun af tilteknum aldurshópi og kyni. Hér er miðað við fólk á aldrinum 16-24 ára.


Nánari skýring

Teljari vísisins á við um fólk sem uppfyllir eftirfarandi tvö skilyrði:
1) Ekki í vinnu (þ.e. annað hvort atvinnulaus eða utan vinnumarkaðar samkvæmt skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)). 2) Stundaði hvorki formlegt né óformlegt nám eða þjálfun síðustu fjórar vikurnar fyrir könnunina.

Nefnarinn er heildarfjöldi í sama aldurshópi og af sama kyni. Skilgreiningarnar eru alþjóðlegar og eru meðal annars notaðar af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hlutfall fólks sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á vef Hagstofu Íslands: “Fólk sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir kyni og aldri”.

Lýsigögn með nánari upplýsingum um Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.