Efnahagslegir mælikvarðar / Atvinna /
Hlutfall starfandi
Hlutfall þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni
Stutt lýsing
Árlegt hlutfall þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni.
Nánari skýring
Hlutfall starfandi er hlutfall starfandi fólks af heildarmannfjöldanum. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuþátttöku eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:
Atvinnuþátttaka eftir kyni, aldri og landsvæðum 2003-2021
Atvinnuþátttaka eftir kyni og aldri 2003-2021
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.