Efnahagslegir
mælikvarðar

Efnahagslegum mælikvörðum er skipt í ...

Atvinna

Atvinnutekjur eru meginhluti tekna þorra heimila. Einstaklingar verja stórum hluta vökustunda í vinnu og því skipta gæði starfa og félagsleg tengsl á vinnustað einnig máli fyrir lífsgæði og sjálfsmynd fólks. Þá hefur atvinnuleysi neikvæðar afleiðingar á heilsu og líf einstaklinga. Atvinnuþátttaka er undirstaða hagsældar og dregur hún úr útgjöldum til velferðarmála.

Hagkerfið

Hagkerfið er ramminn utan um lífskjör og efnahagsleg lífsgæði fólks og heimila. Öflugt hagkerfi skapar fólki aukið svigrúm til að njóta ýmissa gæða og eiga gott líf.

Húsnæði

Viðunandi húsnæði er ein af grunnþörfum manneskjunnar og er kostnaður við húsnæði oftast stærsti útgjaldaliður heimila. Húsnæði veitir skjól fyrir veðri og vindum, er vettvangur einkalífs og sá staður þar sem stærstum hluta þarfa heimilisfólks er mætt. Lélegt húsnæði getur haft áhrif á heilsu fólks og möguleika fjölskyldna á að sinna daglegum þörfum eins og máltíðum, barnauppeldi og afþreyingu.

Tekjur

Tekjur eru grunnurinn að þeim efnahagslegu björgum sem fólk hefur yfir að ráða. Tekjur eru mikilvægar fyrir lífsgæði í markaðssamfélagi því þær endurspegla getu einstaklinga og heimila til að uppfylla þarfir og langanir. Tekjur einstaklinga, og þar með lífskjör, hafa áhrif á fjölda þátta eins og heilsu, vellíðan og tækifæri til að lifa því lífi sem fólk kýs.