Efnahagslegir mælikvarðar / Hagkerfið /

Skuldastaða heimila

Skuldir heimila í hlutfalli af ráðstöfunartekjum og hreinni eign

Stutt lýsing

Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum og hreinni eign.


Nánari skýring

Ráðstöfunartekjur eru heildartekjur að frádregnum sköttum. Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði.

Hagstofan birtir árlega talnaefni um eigna- og skuldastöðu samkvæmt skattframtölum. Talnaefnið nær yfir tímabilið 1997-2019 og er samanburðarhæft hvað varðar úrvinnslu gagna en vakin er athygli á að forskráning gagna skattframtala hefur aukið upplýsingagæði þeirra hin síðari ár sem getur torveldað samanburð við eldri gögn. Við samanburð á samtölum á milli ára ber að hafa í huga að skattgreiðendum hefur fjölgað og eru fjárhæðir í frétt og talnaefni á verðlagi hvers árs.

Niðurstöður um eigna- og skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Fjölskyldueining skiptist þannig í einstaklinga, einstæða foreldra með börn undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili, hjón eða samskattað sambúðarfólk án barna og hjón eða samskattað sambúðarfólk með börn yngri en 16 ára skráð á þeirra lögheimili.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skuldir heimila.

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.