Efnahagslegir mælikvarðar / Hagkerfið /

Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja

Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja, % af VLF

Stutt lýsing

Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF).


Nánari skýring

Fjármál hins opinbera nær til þeirrar starfsemi í hagkerfinu sem er í eigu eða er stjórnað af hinu opinbera. Minni skuldsetning eykur getu hins opinbera til að styðja við velferðarkerfið, getu fyrirtækja til að stunda nýsköpun og auka fjárfestingar og eykur velsæld því heimilin hafa úr meiru að spila.

Til heildarskulda heimila teljast allar fjárhagsskuldbindingar einstaklinga, þar með talin fasteignalán, ökutækjalán, framkvæmdalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með.

Til heildarskulda fyrirtækja teljast allar fjárhagsskuldbindingar þeirra, meðal annars innlendar og erlendar langtímaskuldir, eftirlaunaskuldbindingar, tekjuskattsskuldbindingar auk skammtímaskulda á borð við innborganir fyrir afhendingu, viðskiptaskuldir, næsta árs afborganir af langtímalánum, ógreiddur virðisaukaskattur og aðrar fyrirfram innheimtar tekjur.

Verg landsframleiðsla á mann mælir framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði. Mælingin tekur ekki til allra hliða hagsældar, hvorki ólaunaðrar vinnu inn á heimilum og sjálfboðaliðastarfa né til þess hvort gengið sé á náttúruna og almannagæði við framleiðsluna.


Eining

Hlutfall af VLF í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldastöðu hins opinbera, heimila og fyrirtækja.

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands: