Efnahagslegir mælikvarðar / Hagkerfið /

Þróun verðlags

Þróun verðlags á Íslandi

Stutt lýsing

Þróun verðlags eða ársbreytingar vísitölu neysluverðs miðað við ársmeðaltal.


Nánari skýring

Vísitala neysluverðs er algengur mælikvarði á þróun verðlags. Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á meðalverði vöru og þjónustu að hverju sinni. Með því að mæla árlega breytingu á verðlagi má sjá hvernig það þróast frá ári til árs. Ef verð hækkar á milli ára er talað um verðbólgu en þegar verðlækkun er á milli ára er talað um verðhjöðnun.

Um tölurnar

Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í lok hvers mánaðar miðað við verðlag í þeim mánuði. Í hverjum mánuði er safnað yfir 20.000 verðum á ríflega 4000 vörum og þjónustuliðum til að mæla verðlagsbreytingar. Spyrlar Hagstofunnar safna upplýsingum um verð í dagvöru- og fataverslunum en annarra upplýsinga er aflað í gegnum vefskil, með hringingum eða á vefsíðum fyrirtækja.

Tölur ársins 2020 eru bráðabirgðatölur og tölur ársins 2021 eru áætlaðar tölur.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um þróun verðlags. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Vísitala neysluverðs” á vef Hagstofu Íslands.

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.