Efnahagslegir mælikvarðar / Hagkerfið /

Hagvöxtur

Hagvöxtur á Íslandi

Stutt lýsing

Hagvöxtur eða ársbreyting vergar landsframleiðslu (VLF).


Nánari skýring

Þegar talað er um hagvöxt er verið að vísa til breytinga á vergri landsframleiðslu á milli ára. Aukist landsframleiðsla eykst hagvöxtur en dragist framleiðslan saman mælist samdráttur. Verg landsframleiðsla á mann mælir framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði og gefur þannig mynd af þeirri hagsæld sem þjóðir búa við. Mælingin tekur ekki til allra hliða hagsældar, hvorki ólaunaðrar vinnu inn á heimilum og sjálfboðaliðastarfa né til þess hvort gengið sé á náttúruna og almannagæði við framleiðsluna.

Um tölurnar

Hagstofa Íslands birtir opinberar tölur um þjóðhagsreikninga og eru þeir notaðir við hvers konar mat á hagþróun til skamms eða langs tíma. Líkt og bókhald fyrirtækja greina þjóðhagsreikningar frá því hvernig til hefur tekist í rekstri þjóðarbúsins undanfarin ár, áratugi eða ársfjórðunga. Þeir eru grunnurinn sem þjóðhagsspár byggja á og gegna veigamiklu hlutverki við margs konar líkansmíði fyrir þjóðarbúskapinn í heild eða afmarkaða þætti hans.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um hagvöxt.

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands: “Landsframleiðsla”

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.