Félagslegir mælikvarðar / Heilsa /

Lífslíkur

Lífslíkur eftir kyni

Stutt lýsing

Lífslíkur, eða meðalævilengd, einstaklinga eftir kyni.


Nánari skýring

Meðalævilengd sýnir hve mörg æviár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans.

Um tölurnar

Fyrir hvern einstakling sem deyr hér á landi útbýr læknir dánarvottorð sem er svo afhent nánasta aðstandanda. Sá afhendir síðan dánarvottorðið sýslumanni sem sendir svo vottorðið til Þjóðskrár. Þegar andlátið hefur verið skráð hjá Þjóðskrá er það sent til Embættis landlæknis. Hagstofa Íslands útbýr skýrslur um dánarorsakir og andvana fædd börn og Embætti landlæknis afhendir Hagstofunni þau gögn sem hún þarfnast í þeim tilgangi. Hagstofan birtir lífslíkur og dánartíðni í mars og dánarorsakir í kringum október á hverju ári.

Lög um dánarvottorð er að finna hér.


Eining

Ár.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lífslíkur.

Nánari upplýsingar um lífslíkur á Íslandi eru í eftirfarandi töflum undir “Dánir” á vef Hagstofu Íslands.

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.