Félagslegir mælikvarðar / Heilsa /

Hlutfall fólks sem neitaði sér um læknisþjónustu

Hlutfall fólks sem neitaði sér um læknisþjónustu eftir kyni

Stutt lýsing

Hlutfall þeirra sem neituðu sér um læknisþjónustu eftir kyni.


Nánari skýring

Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er spurt hvort ekki hafi verið leitað til læknis eða sérfræðings vegna eigin heilsu þrátt fyrir að viðkomandi hafi þurft á því að halda. Niðurstöður eru greindar eftir kyni. Spurt var: “Voru einhver tilvik á síðustu 12 mánuðum þar sem þú leitaðir ekki til læknis, sérfræðings eða þess háttar vegna eigin heilsu, þótt þú hafir þurft á því að halda?”

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.


Eining

Hundraðshlutfall


Nánari upplýsingar

Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.