Efnahagslegir mælikvarðar / Húsnæði /

Lélegt ástand húsnæðis

Hlutfall heimila sem búa í húsnæði með leka, rakaskemmdir eða myglu

Stutt lýsing

Hlutfall heimila sem búa í húsnæði með leka, rakaskemmdir eða myglu eftir stöðu á húsnæðismarkaði.


Nánari skýring

Lélegt ástand húsnæðis er skilgreint þegar heimili eiga í vandræðum með þakleka, raka eða fúa í veggjum, gólfi eða gluggum.

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lélegt ástand húsnæðis. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Lélegt ástand húsnæðis og þröngbýli

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.