Efnahagslegir mælikvarðar / Húsnæði /

Íþyngjandi byrði húsnæðiskostnaðar

Húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum heimilis

Stutt lýsing

Hlutfall heimila með íþyngjandi húsnæðiskostnað eftir stöðu á húsnæðismarkaði.


Nánari skýring

Íþyngjandi byrði húsnæðiskostnaðar er skilgreind sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum heimilis. Eftirfarandi liðir teljast til húsnæðiskostnaðar: Húsaleiga, vaxtakostnaður og verðbætur vegna lána, viðhald, viðgerðir, bruna-, og fasteignatrygging, rafmagn, hiti og fasteignagjöld. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði hjá þeim sem fá slíkar bætur greiddar.

Ráðstöfunartekjur (e. disposable income) eru heildartekjur heimilisins eftir skatta að meðtöldum greiðslum úr félagslega kerfinu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins telst hagnaður af sölu hlutabréfa og verðbréfa ekki til ráðstöfunartekna í þessari rannsókn. Aðrar fjármagnstekjur, svo sem vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, teljast hins vegar til ráðstöfunartekna.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.