Félagslegir mælikvarðar / Jafnvægi vinnu og einkalífs /
Óhefðbundinn vinnutími
Hlutfall þeirra sem vinna óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni
Stutt lýsing
Hlutfall vinnuafls sem vinnur óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni.
Nánari skýring
Fólk telst vinna óhefðbundinn vinnutíma ef það svarar því að það vinni venjulega á næturnar, kvöldin, laugardögum eða sunnudögum.
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um óhefðbundinn vinnutíma. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á vef Hagstofu Íslands: “Óhefðbundinn vinnutími eftir bakgrunni og kyni 2008 - 2017”.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.