Umhverfislegir mælikvarðar / Loftgæði og loftslag /

Losun gróðurhúslofttegunda

Losun gróðurhúslofttegunda innan landsvæðis Íslands

Stutt lýsing

Losun gróðurhúsalofttegunda innan landsvæðis Íslands eftir uppsprettu losunarinnar.


Nánari skýring

Losun gróðurhúsalofttegunda er skipt niður í flokka eftir því hver uppspretta losunarinnar er: orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki), iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun og skógrækt (votlendi, graslendi, skóglendi o.fl.).

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram markmið Íslands um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Losun gróðurhúslofttegunda er lykilatriði í þáttum sem íslensk stjórnvöld geta haft áhrif á.

Umhverfisstofnun heldur utan um loftslagsbókhald Íslands.


Eining

Kt CO2-ígildi.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um losun gróðurhúsalofttegunda. Nánari upplýsingar um losun innan landsvæðis Íslands (NIR) má finna hér hér.

Einnig má sjá nánari upplýsingar um losun gróðurhúslofttegunda á vefsíðu Umhverfisstofnunar.