Umhverfislegir mælikvarðar / Loftgæði og loftslag /

Svifryk

Sót og svifryk, PM2.5, PM10 og black carbon (BC)

Stutt lýsing

Heildarlosun sóts og svifryks fyrir utan losunar vegna eldgosa.


Nánari skýring

Svifryki er skipt í gróft og fínt svifryk, það grófa er frá 2,5 - 10 µm (PM10) að stærð og það fína er minna en 2,5 µm (PM2.5). Ein helsta uppspretta fínni svifryksagna í andrúmslofti eru samgöngur (frá bruna eldsneytis) en þær grófari frá náttúrulegum uppsprettum, t.d. eldgosum, jarðvegsrofi, uppgufun frá hverasvæðum og vegna loftmengunarefna sem berast frá öðrum löndum.

Heildarlosun svifryks og annarra loftmengandi efna frá Íslandi er metin af Umhverfisstofnun.


Eining

PM2.5, PM10 og Black carbon (BC).


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um losun svifryks. Talnaefni með nánari upplýsingar um losun loftmengandi efna innan landsvæðis Íslands má finna hér.

Nánari upplýsingar um svifryk má finna á vef Umhverfisstofnunar.