Félagslegir mælikvarðar / Menntun /

Brotthvarf af framhaldsskólastigi

Brotthvarf af framhaldsskólastigi eftir kyni

Stutt lýsing

Brotthvarf af framhaldsskólastigi sex árum eftir innritun eftir kyni.


Nánari skýring

Miðað er við árgangsbrotthvarf. Nýnemum í dagskóla að hausti er fylgt eftir og staðan tekin eftir sex ár. Talnaefni Hagstofunnar um brautskráningarhlutfall og brotthvarf á framhaldsskólastigi nær aftur til nýnema ársins 1995.

Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands. Tölur frá 1995 eiga við um alla nemendur en fáir nemendur utan dagskólanemenda eru þó inni í tölunum. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í sex ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Sumir hafa lokið námi bæði úr almennu námi og starfsnámi og eru taldir bæði til brautskráðra úr bóknámi og starfsnámi en aðeins einu sinni í heildartölum.

Breyting varð á flokkunarkerfi menntunar árið 1997 og því kann að vera munur á tölum fyrir og eftir þann tíma.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar tölur um brotthvarf af framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um skólasókn eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:

Skólasókn í framhaldsskóla

Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.