Félagslegir mælikvarðar / Menntun /

Menntunarstig

Menntunarstig landsmanna eftir kyni

Stutt lýsing

Hlutfall landsmanna eftir menntunarstöðu og kyni.


Nánari skýring

Miðað er við fólk á aldrinum 25-64 ára.

Um tölurnar

Menntunarstaða er skilgreind samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi menntunarstigs ISCED2011 (International Standard Classification of Education 2011). Nánari skýringar má finna hér.

Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér er aðeins birt menntunarstaða eftir kyni. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:

Skólasókn í háskóla

Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af háskólastigi

Menntunarstaða

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.