Umhverfislegir mælikvarðar / Orka /
Endurnýjanleg orka
Hlutfall endurnýjanlegrar orku í heildarnotkun
Stutt lýsing
Hlutfall endurnýjanlegrar orku í heildarnotkun.
Nánari skýring
Endurnýjanleg orka er sú orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki heldur endurnýjar sig stöðugt þegar tekið er af henni og helst þannig í jafnvægi. Raforka á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum hætti og skilar nær engum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Minni notkun jarðefnaeldsneytis er eitt mikilvægasta verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í loftslagsmálum.
Orkustofnun heldur utan um málaflokkinn og safnar gögnum.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykiltölur um endurnýjanlega orku. Nánari upplýsingar eru undir “Orkumál” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn um orkuflæðireikning hagkerfisins má finna hér.
Einnig má finna nánari upplýsingar um orkumál á vef Orkustofnunar.