Félagslegir mælikvarðar / Öryggi /

Þolendur afbrota

Hlutfall fólks sem varð fyrir eignarspjöllum eftir kyni

Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem hafði orðið fyrir eignarspjöllum eftir kyni.


Nánari skýring

Niðurstöður byggja á árlegri rannsókn Embættis ríkislögreglustjóra á reynslu almennings af afbrotum og viðhorfum til lögreglu þar sem er spurt hvort þátttakendur hafi orðið fyrir vissum gerðum afbrota, þ.e. innbroti, þjófnaði, ofbeldisbroti, kynferðisbroti eða eignarspjöllum.

Með eignarspjöllum er átt við hvort rúða hafi verið brotin á heimili viðkomandi, dvalarstað eða einkalóð, hvort krotað eða spreyjað hafi verið á heimili viðkomandi, dvalarstað eða eign á einkalóð, hvort lakk hafi verið rispað, þak beyglað eða annars konar skemmdir unnar á ökutæki viðkomandi eða hvort aðrar eignaskemmdir hafi orðið á heimili, dvalarstað, einkalóð eða ökutæki.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Sjá frekari upplýsingar um afbrotatölfræði á vef Ríkislögreglustjóra.