Efnahagslegir mælikvarðar / Tekjur /

Skortur á efnis- og félagslegum gæðum

Hlutfall einstaklinga sem skortir efnis- og félagsleg gæði

Stutt lýsing

Hlutfall einstaklinga sem skortir efnis- og félagsleg gæði.


Nánari skýring

Skortur á efnislegum og félagslegum gæðum er mæling á bágum lífskjörum sem þróuð hefur verið af evrópsku hagstofunni Eurostat. Þátttakendur í lífskjararannsókninni eru beðnir um að svara því hvort að þeir hafi ráð á þrettán atriðum:

 1. Mæta óvæntum útgjöldum
 2. Fara í a.m.k. einnar viku frí fjarri heimili
 3. Forðast vanskil lána og reikninga
 4. A.m.k. einni kjötmáltíð á dag eða jafngildri grænmetismáltíð
 5. Halda heimili sínu nægilega hlýju
 6. Bíl til eigin nota
 7. Skipta út slitnum húsgögnum
 8. Skipta út slitnum fötum
 9. Eiga a.m.k. tvö pör af skóm sem passa
 10. Verja smávægilegri upphæð í sjálf sig í hverri viku
 11. Sinna tómstundastarfi
 12. Hitta vini/ættingja í mat og/eða drykk a.m.k. í einu sinni í mánuði
 13. Hafa internet tengingu heima hjá sér.

Þá, sem ekki hafa efni á fimm eða fleirum af ofangreindum þrettán atriðum, skortir efnis- og félagsleg gæði.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skort á efnis- og félagslegum gæðum. Nánari upplýsingar má finna undir “Efnislegur skortur” á vef Hagstofu Íslands. Unnið er að uppfærslu á talnaefni.

Samanburður við önnur lönd í Evrópu eru í eftirfarandi töflu á vef Eurostat.