Efnahagslegir mælikvarðar / Tekjur /

Skortur á efnislegum gæðum

Hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði

Stutt lýsing

Hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði.


Nánari skýring

Skortur á efnislegum gæðum er mæling á bágum lífskjörum sem þróuð hefur verið af evrópsku hagstofunni Eurostat.

Notuð er samevrópska skilgreiningu á skorti á efnislegum gæðum. Heimili telst skorta efnisleg gæði ef þrennt eða meira af eftirfarandi á við:

  1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
  2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
  3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
  4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 180 þúsund krónur árið 2018)
  5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
  6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
  7. Hefur ekki efni á þvottavél
  8. Hefur ekki efni á bíl
  9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu.

Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru einungis birtar lykilupplýsingar um skort á efnis- og félagslegum gæðum. Nánari upplýsingar má finna undir “Efnislegur skortur” á vef Hagstofu Íslands.

Samanburður við önnur lönd í Evrópu eru í eftirfarandi töflu á vef Eurostat.