Efnahagslegir mælikvarðar / Tekjur /

Gini-stuðull

Ójöfnuður tekna

Stutt lýsing

Gini-stuðull (e. Gini-index) er mælikvarði á ójöfnuð tekna.


Nánari skýring

Gini-stuðullinn mælir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu allra einstaklinga í landinu dreifast. Hátt gildi táknar mikinn ójöfnuð en stuðullinn væri 100 ef sami einstaklingur hefði allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.


Eining

Gildi frá 0 til 100.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykilupplýsingar um ójöfnuð tekna. Á aðalvef Hagstofunnar má sjá meira talnaefni um ójöfnuð tekna: “Tekjur”

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.

Á vef Eurostat má sjá samanburð á ójöfnuði tekna í Evrópu: “Gini coefficient of equivalised disposable income”