Efnahagslegir mælikvarðar / Tekjur /

Lágtekjuhlutfall

Hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum

Stutt lýsing

Hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum eftir kyni.


Nánari skýring

Lágtekjuhlutfall á við þá sem hafa lágar tekjur í samanburði við aðra íbúa í landinu. Þeir sem eru undir lágtekjumörkum eru með lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í hverju landi fyrir sig.

Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (e. equivalised disposable income) eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað frá febrúar og fram í maí ár hvert en tekjuupplýsingar byggjast á framtalsgögnum nýliðins árs. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lágtekjuhlutfall. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Lágtekjuhlutfall

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.