Velsældarkvarði frá Embætti landlæknis
Hlutfall þeirra sem skora hátt á velsældarkvarðanum SWEMWBS
Stutt lýsing
Hlutfall fullorðinna sem skora 31-35 á velsældarkvarðanum SWEMWBS (kvarði 7-35).
Nánari skýring
Velsældarkvarðinn SWEMWBS
Velsældarkvarðinn SWEMWBS (Short Warwick-Edinburgh Mental Wellbeing Scale) mælir andlega líðan fólks. Kvarðinn inniheldur sjö staðhæfingar og svarað er á fimm punkta stiku eftir því hvað á best við viðkomandi. Lægst er hægt að fá 7 stig og hæst 35 stig en fleiri stig endurspegla betri andlega líðan. Mælikvarðinn hefur góðan áreiðanleika og hentar vel til þess að meta breytingar á velsæld yfir tíma. Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis sér um mánaðarlega vöktun á mælingunni.
Um Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis
Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.
Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur úr mælingu Embættis landlæknis á velsæld. Frekari niðurstöður má finna hér.
Hér má finna fleiri mælingar Embættis landlæknis á helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar.