Umhverfislegir mælikvarðar
Stutt lýsing
Losun gróðurhúsalofttegunda innan landsvæðis Íslands eftir uppsprettu losunarinnar.

Nánari skýring
Losun gróðurhúsalofttegunda er skipt niður í flokka eftir því hver uppspretta losunarinnar er: orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki), iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun og skógrækt (votlendi, graslendi, skóglendi o.fl.).

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram markmið Íslands um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Losun gróðurhúslofttegunda er lykilatriði í þáttum sem íslensk stjórnvöld geta haft áhrif á.

Umhverfisstofnun heldur utan um loftslagsbókhald Íslands.

Eining
Kt CO2-ígildi.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um losun gróðurhúsalofttegunda. Nánari upplýsingar um losun innan landsvæðis Íslands (NIR) má finna hér hér.
Einnig má sjá nánari upplýsingar um losun gróðurhúslofttegunda á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Stutt lýsing
Heildarlosun sóts og svifryks fyrir utan losunar vegna eldgosa.

Nánari skýring
Svifryki er skipt í gróft og fínt svifryk, það grófa er frá 2,5 - 10 µm (PM10) að stærð og það fína er minna en 2,5 µm (PM2.5). Ein helsta uppspretta fínni svifryksagna í andrúmslofti eru samgöngur (frá bruna eldsneytis) en þær grófari frá náttúrulegum uppsprettum, t.d. eldgosum, jarðvegsrofi, uppgufun frá hverasvæðum og vegna loftmengunarefna sem berast frá öðrum löndum.Heildarlosun svifryks og annarra loftmengandi efna frá Íslandi er metin af Umhverfisstofnun.

Eining
Tonn af PM2.5, PM10 og Black carbon (BC).

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um losun svifryks. Talnaefni með nánari upplýsingar um losun loftmengandi efna innan landsvæðis Íslands má finna hér.
Nánari upplýsingar um svifryk má finna á vef Umhverfisstofnunar.
Stutt lýsing
Samanlagðir hektarar vegna landgræðslu.

Nánari skýring
Unnið að því að stöðva eyðingu gróðurs og jarðvegsrof með landgræðslu en sögulega hefur Ísland tapað stórum hluta af jarðvegsauðlindum sínum vegna ósjálfbærrar nýtingar. Eyðing gróðurs og jarðvegsrof dregur úr líffræðilegri fjölbreytni og eykur losun gróðurhúsalofttegunda og því er landgræðsla mikilvæg náttúruvernd. Með landgræðslu og skógrækt má endurheimta landgæði, auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri og skapa auðlind fyrir komandi kynslóðir.

Um málaflokkinn halda Landgræðslan og Skógræktin.

Eining
Hektarar, ha.

Nánari upplýsingar
Sjá nánari upplýsingar um landgræðslu á vef Landgræðslunnar.
Stutt lýsing
Friðlýst landsvæði, km2.

Nánari skýring
Með friðun landsvæða má tryggja vernd fyrir viðkvæma og verðmæta náttúru Íslands og ákvarða hvaða svæði megi nýta til frekari þróunar og hvaða svæði skulu vernduð fyrir ágangi manna.

Umhverfisstofnun heldur utan um friðlýst svæði á Íslandi.

Eining
Ferkílómetrar, km2.

Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um friðlýst landsvæði. Nánari upplýsingar um náttúruverndarsvæði má finna hér.
Kort af friðlýstum landsvæðum má finna á vef Umhverfisstofnunar.
Lýsigögn um umhverfistölur má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall endurnýjanlegrar orku í heildarnotkun.

Nánari skýring
Endurnýjanleg orka er sú orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki heldur endurnýjar sig stöðugt þegar tekið er af henni og helst þannig í jafnvægi. Raforka á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum hætti og skilar nær engum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Minni notkun jarðefnaeldsneytis er eitt mikilvægasta verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í loftslagsmálum.Orkustofnun heldur utan um málaflokkinn og safnar gögnum.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykiltölur um endurnýjanlega orku. Nánari upplýsingar eru undir “Orkumál” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn um orkuflæðireikning hagkerfisins má finna hér.
Einnig má finna nánari upplýsingar um orkumál á vef Orkustofnunar.
Stutt lýsing
Endurvinnsluhlutfall heimilissorps á Íslandi.

Nánari skýring
Heimilisúrgangur er þýðing Umhverfisstofnunar á „municipal waste“ en það er úrgangur frá heimilum auk álíka úrgangs frá verslun og þjónustu sem hefur svipaða samsetningu.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á tölfræði Umhverfisstofnunar um úrgangsmál.

Eining
Hlutfall í %.

Nánari upplýsingar
Á vef Umhverfisstofnunar eru frekari upplýsingar um úrgangsmál.
Sjá frekara talnaefni um úrgang á vef Hagstofu Íslands hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Magn heimilisúrgangs á Íslandi.

Nánari skýring
Heimilisúrgangur er þýðing Umhverfisstofnunar á „municipal waste“ en það er úrgangur frá heimilum auk álíka úrgangs frá verslun og þjónustu sem hefur svipaða samsetningu.

Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á tölfræði Umhverfisstofnunar um úrgangsmál.

Eining
Magn í tonnum.

Nánari upplýsingar
Á vef Umhverfisstofnunar eru frekari upplýsingar um úrgangsmál.
Sjá frekara talnaefni um úrgang á vef Hagstofu Íslands hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.