Félagsvísar
Stutt lýsing
Vísirinn fólk sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun, stytt sem NEET (Not in Education, Employment, or Training), er hlutfall einstaklinga sem eru hvorki í vinnu né í námi eða starfsþjálfun af tilteknum aldurshópi og kyni. Hér er miðað við fólk á aldrinum 16-24 ára.
Nánari skýring
Teljari vísisins á við um fólk sem uppfyllir eftirfarandi tvö skilyrði:
1) Ekki í vinnu (þ.e. annað hvort atvinnulaus eða utan vinnumarkaðar samkvæmt skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)).
2) Stundaði hvorki formlegt né óformlegt nám eða þjálfun síðustu fjórar vikurnar fyrir könnunina.
Nefnarinn er heildarfjöldi í sama aldurshópi og af sama kyni. Skilgreiningarnar eru alþjóðlegar og eru meðal annars notaðar af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hlutfall fólks sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Fólk sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Vísirinn fólk sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun, stytt sem NEET (Not in Education, Employment, or Training), er hlutfall einstaklinga sem eru hvorki í vinnu né í námi eða starfsþjálfun af tilteknum aldurshópi og kyni. Hér er miðað við fólk á aldrinum 16-24 ára.
Nánari skýring
Teljari vísisins á við um fólk sem uppfyllir eftirfarandi tvö skilyrði:
1) Ekki í vinnu (þ.e. annað hvort atvinnulaus eða utan vinnumarkaðar samkvæmt skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)).
2) Stundaði hvorki formlegt né óformlegt nám eða þjálfun síðustu fjórar vikurnar fyrir könnunina.
Nefnarinn er heildarfjöldi í sama aldurshópi og af sama kyni. Skilgreiningarnar eru alþjóðlegar og eru meðal annars notaðar af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hlutfall fólks sem stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Fólk sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Atvinnuleysi er hlutfalli atvinnulausra af vinnuaflinu.
Nánari skýring
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku vinnumarkaðsrannsóknar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við fólk á aldrinum 16-74 ára.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuleysi eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnuleysi eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Árstölur
- Ársfjórðungstölur
Atvinnuleysi eftir kyni og aldri
- Mánaðartölur
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Atvinnuleysi er hlutfalli atvinnulausra af vinnuaflinu.
Nánari skýring
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku vinnumarkaðsrannsóknar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við fólk á aldrinum 16-74 ára.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuleysi eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnuleysi eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Árstölur
- Ársfjórðungstölur
Atvinnuleysi eftir kyni og aldri
- Mánaðartölur
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Atvinnuþátttaka er hlutfall vinnuaflsins af heildarmannfjöldanum.
Nánari skýring
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við mannfjölda á aldrinum 16-74 ára. Þeir sem eru utan vinnumarkaðar teljast ekki til vinnumarkaðarins.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %
Nánari uppýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuþátttöku eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnuþátttaka eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Árstölur
- Ársfjórðungstölur
Atvinnuþátttaka eftir kyni og aldri
- Mánaðartölur
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Atvinnuþátttaka er hlutfall vinnuaflsins af heildarmannfjöldanum.
Nánari skýring
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Miðað er við mannfjölda á aldrinum 16-74 ára. Þeir sem eru utan vinnumarkaðar teljast ekki til vinnumarkaðarins.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %
Nánari uppýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um atvinnuþátttöku eftir aldri. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnuþátttaka eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Árstölur
- Ársfjórðungstölur
Atvinnuþátttaka eftir kyni og aldri
- Mánaðartölur
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem hefur verið í virkri atvinnuleit í að minnsta kosti eitt ár af öllum atvinnulausum. Birtar eru niðurstöður fyrir aðra tímalengd atvinnuleitar til viðmiðunar.
Nánari skýring
Með langtímaatvinnuleysi er átt við hlutfall fólks sem hefur verið í virkri atvinnuleit í að minnsta kosti eitt ár af öllum atvinnulausum. Atvinnuleysi er hlutfalli atvinnulausra af vinnuaflinu.
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku rannsóknarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða.
Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um langtíma atvinnuleysi. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnulausir eftir lengd atvinnuleitar
Lýsigögn með nánari upplýsingum um Vinnumarkaðsrannsóknina má finna hér.
Hlutfall fólks sem hefur verið í virkri atvinnuleit í að minnsta kosti eitt ár af öllum atvinnulausum. Birtar eru niðurstöður fyrir aðra tímalengd atvinnuleitar til viðmiðunar.
Nánari skýring
Með langtímaatvinnuleysi er átt við hlutfall fólks sem hefur verið í virkri atvinnuleit í að minnsta kosti eitt ár af öllum atvinnulausum. Atvinnuleysi er hlutfalli atvinnulausra af vinnuaflinu.
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku rannsóknarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða.
Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast sem atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að framan. Námsmenn, þar með taldir þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir ef þeir hafa leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi síðastliðnar fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.
Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um langtíma atvinnuleysi. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Atvinnulausir eftir lengd atvinnuleitar
Lýsigögn með nánari upplýsingum um Vinnumarkaðsrannsóknina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára. Hér er hlutfall fólks sem er utan vinnumarkaðar brotið niður eftir meginstöðu einstaklinga.
Nánari skýring
Einstaklingur telst utan vinnumarkaðar fullnægi hann hvorki skilyrðum fyrir að vera starfandi né atvinnulaus. Starfandi telst sá sem vann a.m.k. eina klukkustund í viðmiðunarvikunni eða var fjarverandi frá vinnu sem viðkomandi er að öllu jöfnu ráðinn til. Atvinnulausir telst sá sem var án atvinnu í viðmiðunarviku rannsóknarinnar, þ.e. hafði hvorki atvinnu né var í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, er að leita að vinnu og getur hafið störf innan tveggja vikna eða hefur fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hlutfall fólks af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára sem er utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Árstölur
- Utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu, kyni og árum
Í töflunni að ofan er horft til hlutdeildar tiltekins undirhóps af þeim sem eru utan vinnumarkaðar. Hlutfall utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 er hægt að reikna út frá fjöldatölum í töflunni og mannfjöldatölum sem er að finna hér.
Ársfjórðungstölur
- Utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu, kyni og ársfjórðungum
Hægt er að reikna hlutfall utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára með fjöldatölum í eftirfarandi töflu.
Mánaðarlegar tölur
- Mæling
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára. Hér er hlutfall fólks sem er utan vinnumarkaðar brotið niður eftir meginstöðu einstaklinga.
Nánari skýring
Einstaklingur telst utan vinnumarkaðar fullnægi hann hvorki skilyrðum fyrir að vera starfandi né atvinnulaus. Starfandi telst sá sem vann a.m.k. eina klukkustund í viðmiðunarvikunni eða var fjarverandi frá vinnu sem viðkomandi er að öllu jöfnu ráðinn til. Atvinnulausir telst sá sem var án atvinnu í viðmiðunarviku rannsóknarinnar, þ.e. hafði hvorki atvinnu né var í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, er að leita að vinnu og getur hafið störf innan tveggja vikna eða hefur fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hlutfall fólks af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára sem er utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Árstölur
- Utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu, kyni og árum
Í töflunni að ofan er horft til hlutdeildar tiltekins undirhóps af þeim sem eru utan vinnumarkaðar. Hlutfall utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 er hægt að reikna út frá fjöldatölum í töflunni og mannfjöldatölum sem er að finna hér.
Ársfjórðungstölur
- Utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu, kyni og ársfjórðungum
Hægt er að reikna hlutfall utan vinnumarkaðar af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára með fjöldatölum í eftirfarandi töflu.
Mánaðarlegar tölur
- Mæling
- Árstíðarleiðréttar mánaðartölur
- Árstíðarleiðrétt leitni mánaðartalna
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem er í hlutastörfum en vill vinna meira af starfandi fólki.
Nánari skýring
Vinnulitlir eru þeir sem unnu minna en 35 stundir eða eru í hlutastarfi en vilja vinna meira en þeir gera og eru tilbúnir til þess.
Starfandi telst hver sá sem vann a.m.k. eina klst. í viðmiðunarvikunni eða var fjarverandi frá vinnu sem hann er að öllu jöfnu ráðinn til.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vinnulitla. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Vinnulitlir eftir kyni, aldri og landsvæðum
Árstölur
Ársfjórðungstölur
Lýsigögn með nánari upplýsingum um vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Hlutfall fólks sem er í hlutastörfum en vill vinna meira af starfandi fólki.
Nánari skýring
Vinnulitlir eru þeir sem unnu minna en 35 stundir eða eru í hlutastarfi en vilja vinna meira en þeir gera og eru tilbúnir til þess.
Starfandi telst hver sá sem vann a.m.k. eina klst. í viðmiðunarvikunni eða var fjarverandi frá vinnu sem hann er að öllu jöfnu ráðinn til.
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vinnulitla. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Vinnulitlir eftir kyni, aldri og landsvæðum
Árstölur
Ársfjórðungstölur
Lýsigögn með nánari upplýsingum um vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Meðaleignir fjölskyldu í tiltekinni eignatíund. Hér er miðað við allar eignir fjölskyldu, þ.e. fasteignir, peningalegar eignir, aðrar eignir auk ökutækja á verðlagi hvers árs
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum.
Fasteignir eru samtala allra fasteigna fjölskyldu, bæði innlendra og erlendra. Verðmæti fasteigna er miðað við fasteignamat. Peningalegar eignir eru innlán, verðbréf og aðrar peningalegar eignir. Innlán eru bankainnistæður í innlendum og erlendum bönkum, þ.m.t. innistæður barna. Verðbréf eru hlutabréf í innlendum og erlendum hlutafélögum (nafnverð), eignarskattsfrjáls verðbréf, stofnsjóðseign og önnur verðbréf og kröfur. Aðrar eignir eru húsnæðissparnaður, skyldusparnaður, hrein eign samkvæmt efnahagsreikningi og aðrar óskilgreindar eignir.
Niðurstöður um eignastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Fjölskyldugerðin getur því vikið verulega frá fjölskyldugerð í þjóðskrá, enda þurfa hjón ekki að vera samsköttuð. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Þessu þarf að taka mið að við túlkun niðurstaðanna, þar sem margir í neðstu eignatíundum geta tilheyrt ungum framteljendum.
Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2020 í samræmi við verðlag ársins 2021 með því að nota eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2021 / (Vísitala neysluverðs 2020 * upphæð).
Niðurstöðunum er skipt eftir eignatíundum. Tíundarmörk sýna dreifingu eigna sem er raðað í tíundir (e. deciles). Reglan er sú að 10% þeirra sem eiga minnstar eignir eru í neðstu tíundinni og 10% þeirra sem eiga mestar eignir tilheyra efstu tíundinni. Meðaltal eigna eftir eignatíundum er svo fundið með því að fjárhæðir sem liggja innan hverrar tíundar eru lagðar saman í samtölu tíundarhluta og þeirri tölu er deilt með fjölda fjölskyldna innan hverrar tíundar. Til dæmis: Eignir allra í lægstu eignatíund / Fjölda fjölskyldna í lægstu eignatíund.
Eining
Meðaltal heildareigna í tiltekinni eignatíund í krónum
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um eignir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Eignir
Eftir gerðum eigna og eignatíundum
Eftir gerðum eigna og skuldatíundum
Eftir gerðum skulda og eiginfjártíundum
Eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Meðaleignir fjölskyldu í tiltekinni eignatíund. Hér er miðað við allar eignir fjölskyldu, þ.e. fasteignir, peningalegar eignir, aðrar eignir auk ökutækja á verðlagi hvers árs
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum.
Fasteignir eru samtala allra fasteigna fjölskyldu, bæði innlendra og erlendra. Verðmæti fasteigna er miðað við fasteignamat. Peningalegar eignir eru innlán, verðbréf og aðrar peningalegar eignir. Innlán eru bankainnistæður í innlendum og erlendum bönkum, þ.m.t. innistæður barna. Verðbréf eru hlutabréf í innlendum og erlendum hlutafélögum (nafnverð), eignarskattsfrjáls verðbréf, stofnsjóðseign og önnur verðbréf og kröfur. Aðrar eignir eru húsnæðissparnaður, skyldusparnaður, hrein eign samkvæmt efnahagsreikningi og aðrar óskilgreindar eignir.
Niðurstöður um eignastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Fjölskyldugerðin getur því vikið verulega frá fjölskyldugerð í þjóðskrá, enda þurfa hjón ekki að vera samsköttuð. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Þessu þarf að taka mið að við túlkun niðurstaðanna, þar sem margir í neðstu eignatíundum geta tilheyrt ungum framteljendum.
Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2020 í samræmi við verðlag ársins 2021 með því að nota eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2021 / (Vísitala neysluverðs 2020 * upphæð).
Niðurstöðunum er skipt eftir eignatíundum. Tíundarmörk sýna dreifingu eigna sem er raðað í tíundir (e. deciles). Reglan er sú að 10% þeirra sem eiga minnstar eignir eru í neðstu tíundinni og 10% þeirra sem eiga mestar eignir tilheyra efstu tíundinni. Meðaltal eigna eftir eignatíundum er svo fundið með því að fjárhæðir sem liggja innan hverrar tíundar eru lagðar saman í samtölu tíundarhluta og þeirri tölu er deilt með fjölda fjölskyldna innan hverrar tíundar. Til dæmis: Eignir allra í lægstu eignatíund / Fjölda fjölskyldna í lægstu eignatíund.
Eining
Meðaltal heildareigna í tiltekinni eignatíund í krónum
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um eignir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Eignir
Eftir gerðum eigna og eignatíundum
Eftir gerðum eigna og skuldatíundum
Eftir gerðum skulda og eiginfjártíundum
Eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna á ári á verðlagi hvers árs.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum einstaklinga. Framtalsskyldir eru allir 16 ára og eldri sem eru skattskyldir á Íslandi. Byggt er á öllum framteljendum að undanskildum eftirfarandi:
Framteljendur sem eru með handreiknað framtal.
Framteljendur sem fá áætlaðan skatt á viðkomandi tekjuári eða árinu á undan.
Framteljendur sem létust á árinu eða eru búsettir erlendis samkvæmt þjóðskrá.
Handreiknað framtal fá þeir framteljendur sem ekki hafa búið á Íslandi nema hluta úr viðkomandi tekjuári, hafa hér á landi skattalega heimilisfesti, hafa tekjur hér á landi án þess að hafa hér búsetu, eins ef breytingar hafa orðið á hjúskaparstöðu eða aðrar þær breytingar á högum sem kalla á sérstaka meðhöndlun skattframtalsins. Erlendis búsettur telst sá sem hefur búið fleiri en 30 daga erlendis.
Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2020. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2020 í samræmi við verðlag ársins 2021 með því að fylla í eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2021 / (Vísitala neysluverðs 2020 * upphæð). Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Eining
Miðgildi heildartekna á ári í krónum.
Hér er miðað við miðgildi allra framteljenda.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um heildartekjur.Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Tekjur
Eftir kyni og aldri
Eftir sveitarfélögum og kyni
Eftir tekjutíundum, kyni og aldri
Eftir menntun, kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna á ári á verðlagi hvers árs.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum einstaklinga. Framtalsskyldir eru allir 16 ára og eldri sem eru skattskyldir á Íslandi. Byggt er á öllum framteljendum að undanskildum eftirfarandi:
Framteljendur sem eru með handreiknað framtal.
Framteljendur sem fá áætlaðan skatt á viðkomandi tekjuári eða árinu á undan.
Framteljendur sem létust á árinu eða eru búsettir erlendis samkvæmt þjóðskrá.
Handreiknað framtal fá þeir framteljendur sem ekki hafa búið á Íslandi nema hluta úr viðkomandi tekjuári, hafa hér á landi skattalega heimilisfesti, hafa tekjur hér á landi án þess að hafa hér búsetu, eins ef breytingar hafa orðið á hjúskaparstöðu eða aðrar þær breytingar á högum sem kalla á sérstaka meðhöndlun skattframtalsins. Erlendis búsettur telst sá sem hefur búið fleiri en 30 daga erlendis.
Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2020. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2020 í samræmi við verðlag ársins 2021 með því að fylla í eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2021 / (Vísitala neysluverðs 2020 * upphæð). Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Eining
Miðgildi heildartekna á ári í krónum.
Hér er miðað við miðgildi allra framteljenda.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um heildartekjur.Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Tekjur
Eftir kyni og aldri
Eftir sveitarfélögum og kyni
Eftir tekjutíundum, kyni og aldri
Eftir menntun, kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Lágtekjumörk í hverju landi eru skilgreind af Evrópusambandinu sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í landinu. Þannig eru þeir einstaklingar undir lágtekjumörkum sem hafa lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu á Íslandi.
Nánari skýring
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (e. equivalised disposable income) eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru reiknaðar í þremur skrefum:
1. Fyrst eru allar tekjur heimilisins teknar saman. Til tekna teljast meðal annars atvinnutekjur, tekjur af fjárfestingum og félagslegum bótum, auk allra annarra heimilistekna eftir skatta og greiðslur til félagslegra kerfa. Miðað er við heildartekjur á 12 mánaða tímabili.
2. Næst er tekið tillit til rekstrarhagkvæmni heimilisins. Til að taka mið af þessu er notaður hinn svokallaði Breytti OECD kvarði” (Modified OECD equivalence scale) þar sem öllum einstaklingum er gefin tiltekin vog.
- Fyrsti einstaklingur á heimilinu fær vogina 1,0.
- Aðrir einstaklingar 14 ára og eldri fá vogina 0,5
- Einstaklingar yngri en 14 ára fá vogina 0,3.
3. Að lokum er ráðstöfunartekjum heimilisins deilt með neyslueiningum heimilisins.
Þannig má segja að hjón með tvö börn yngri en 14 ára, sem hafa 500 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur alls á mánuði, hafi (500 / (1 + 0,5 + 0,3 + 0,3)) = 500 / 2,1 = 238 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á neyslueiningu.
Lágtekjuhlutfall á við þá sem hafa lágar tekjur í samanburði við aðra íbúa í landinu, þ.e. eru með lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi. Lágtekjuhlutfall er því ekki bein mæling á auðæfum né fátækt.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við heimili.
Viðmiðunarár
Í samræmi við vinnubrögð Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins miðast ártal í myndum og töflum við könnunarár, það ár sem lífskjararannsóknin er framkvæmd. Upplýsingar um tekjur eru úr skattskrá ársins á undan.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lágtekjuhlutfall. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lágtekjuhlutfall
Eftir aldri og kyni
Eftir menntun og kyni
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir búsetu
Eftir heimilisgerð
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Lágtekjumörk í hverju landi eru skilgreind af Evrópusambandinu sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í landinu. Þannig eru þeir einstaklingar undir lágtekjumörkum sem hafa lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu á Íslandi.
Nánari skýring
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (e. equivalised disposable income) eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru reiknaðar í þremur skrefum:
1. Fyrst eru allar tekjur heimilisins teknar saman. Til tekna teljast meðal annars atvinnutekjur, tekjur af fjárfestingum og félagslegum bótum, auk allra annarra heimilistekna eftir skatta og greiðslur til félagslegra kerfa. Miðað er við heildartekjur á 12 mánaða tímabili.
2. Næst er tekið tillit til rekstrarhagkvæmni heimilisins. Til að taka mið af þessu er notaður hinn svokallaði Breytti OECD kvarði” (Modified OECD equivalence scale) þar sem öllum einstaklingum er gefin tiltekin vog.
- Fyrsti einstaklingur á heimilinu fær vogina 1,0.
- Aðrir einstaklingar 14 ára og eldri fá vogina 0,5
- Einstaklingar yngri en 14 ára fá vogina 0,3.
3. Að lokum er ráðstöfunartekjum heimilisins deilt með neyslueiningum heimilisins.
Þannig má segja að hjón með tvö börn yngri en 14 ára, sem hafa 500 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur alls á mánuði, hafi (500 / (1 + 0,5 + 0,3 + 0,3)) = 500 / 2,1 = 238 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á neyslueiningu.
Lágtekjuhlutfall á við þá sem hafa lágar tekjur í samanburði við aðra íbúa í landinu, þ.e. eru með lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi. Lágtekjuhlutfall er því ekki bein mæling á auðæfum né fátækt.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við heimili.
Viðmiðunarár
Í samræmi við vinnubrögð Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins miðast ártal í myndum og töflum við könnunarár, það ár sem lífskjararannsóknin er framkvæmd. Upplýsingar um tekjur eru úr skattskrá ársins á undan.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lágtekjuhlutfall. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lágtekjuhlutfall
Eftir aldri og kyni
Eftir menntun og kyni
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir búsetu
Eftir heimilisgerð
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Meðalskuldir fjölskyldu í tiltekinni skuldatíund. Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu á verðlagi hvers árs.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum.
Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu. Til heildarskulda teljast allar skuldir fjölskyldu að meðtöldum fasteignaskuldum sem eru skuldir vegna fasteignakaupa. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með. Skuldir alls ná til allra í þýðinu, einnig þeirra sem skulda ekkert. Breytan skuldsettir er notuð um þá sem skulda einhverja fjárhæð.
Niðurstöður um skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Fjölskyldugerðin getur því vikið verulega frá fjölskyldugerð í þjóðskrá, enda þurfa hjón ekki að vera samsköttuð. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Þessu þarf að taka mið að við túlkun niðurstaðanna, þar sem margir í neðstu eignatíundum geta tilheyrt ungum framteljendum.
Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2018. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2014 í samræmi við verðlag ársins 2018 með því að nota eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2018 / (Vísitala neysluverðs 2014 * upphæð).
Niðurstöðunum er skipt eftir skuldatíundum. Tíundarmörk sýna dreifingu skulda sem er raðað í tíundir (e. deciles). Reglan er sú 10% þeirra sem skulda minnst eru í neðstu tíundinni og 10% þeirra sem skulda mest tilheyra efstu tíundinni. Meðaltal skulda eftir skuldatíundum er svo fundið með því að fjárhæðir sem liggja innan hverrar tíundar eru lagðar saman í samtölu tíundarhluta og þeirri tölu er deilt með fjölda fjölskyldna innan hverrar tíundar. Til dæmis: Skuldir allra í lægstu skuldatíund / Fjölda fjölskyldna í lægstu skuldatíund.
Eining
Meðaltal heildarskulda í tiltekinni skuldatíund í krónum.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldir.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Skuldir
Eftir gerðum skulda og skuldatíundum
Eftir gerðum skulda og eignatíundum
Eftir gerðum skulda og eiginfjártíundum
Eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Meðalskuldir fjölskyldu í tiltekinni skuldatíund. Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu á verðlagi hvers árs.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á skattframtölum.
Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu. Til heildarskulda teljast allar skuldir fjölskyldu að meðtöldum fasteignaskuldum sem eru skuldir vegna fasteignakaupa. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með. Skuldir alls ná til allra í þýðinu, einnig þeirra sem skulda ekkert. Breytan skuldsettir er notuð um þá sem skulda einhverja fjárhæð.
Niðurstöður um skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Fjölskyldugerðin getur því vikið verulega frá fjölskyldugerð í þjóðskrá, enda þurfa hjón ekki að vera samsköttuð. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Þessu þarf að taka mið að við túlkun niðurstaðanna, þar sem margir í neðstu eignatíundum geta tilheyrt ungum framteljendum.
Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2018. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér. Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2014 í samræmi við verðlag ársins 2018 með því að nota eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2018 / (Vísitala neysluverðs 2014 * upphæð).
Niðurstöðunum er skipt eftir skuldatíundum. Tíundarmörk sýna dreifingu skulda sem er raðað í tíundir (e. deciles). Reglan er sú 10% þeirra sem skulda minnst eru í neðstu tíundinni og 10% þeirra sem skulda mest tilheyra efstu tíundinni. Meðaltal skulda eftir skuldatíundum er svo fundið með því að fjárhæðir sem liggja innan hverrar tíundar eru lagðar saman í samtölu tíundarhluta og þeirri tölu er deilt með fjölda fjölskyldna innan hverrar tíundar. Til dæmis: Skuldir allra í lægstu skuldatíund / Fjölda fjölskyldna í lægstu skuldatíund.
Eining
Meðaltal heildarskulda í tiltekinni skuldatíund í krónum.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldir.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.
Skuldir
Eftir gerðum skulda og skuldatíundum
Eftir gerðum skulda og eignatíundum
Eftir gerðum skulda og eiginfjártíundum
Eftir fjölskyldugerð, aldri og búsetu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Gögn um hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði eftir heimilisgerð eru einungis aðgengileg til ársins 2021. Nýlegri upplýsingar um efnislegan skort eftir kyni, aldri, menntun, stöðu á húsnæðismarkaði og búsetu má finna undir Talnaefni á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Nánari skýring
Fólk telst búa við skort á efnislegum gæðum ef það býr á heimili þar sem þrennt eða meira af eftirfarandi á við:
1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum
5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
7. Hefur ekki efni á þvottavél
8. Hefur ekki efni á bíl
9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.
Um tölurnar
Brot er í tímaröð vegna orðalagsbreytinga í spurningunni um vikulangt frí, sem hefur í för með sér að mælingarnar eru ekki sambærilegar á milli áranna 2015 og 2016. Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2019-2021 hafa eldri niðurstöður verið uppfærðar vegna lagfæringar á kóðun svarkosta.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Skortur á efnislegum gæðum
Eftir aldri og kyni
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir tegundum húsnæðis
Eftir heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Gögn um hlutfall heimila sem skortir efnisleg gæði eftir heimilisgerð eru einungis aðgengileg til ársins 2021. Nýlegri upplýsingar um efnislegan skort eftir kyni, aldri, menntun, stöðu á húsnæðismarkaði og búsetu má finna undir Talnaefni á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Nánari skýring
Fólk telst búa við skort á efnislegum gæðum ef það býr á heimili þar sem þrennt eða meira af eftirfarandi á við:
1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum
5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
7. Hefur ekki efni á þvottavél
8. Hefur ekki efni á bíl
9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.
Um tölurnar
Brot er í tímaröð vegna orðalagsbreytinga í spurningunni um vikulangt frí, sem hefur í för með sér að mælingarnar eru ekki sambærilegar á milli áranna 2015 og 2016. Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2019-2021 hafa eldri niðurstöður verið uppfærðar vegna lagfæringar á kóðun svarkosta.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Skortur á efnislegum gæðum
Eftir aldri og kyni
Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
Eftir tegundum húsnæðis
Eftir heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Gögn um verulegan skort á efnislegum gæðum eru einungis aðgengileg til ársins 2021. Nýlegri upplýsingar um efnislegan skort eftir kyni, aldri, menntun, stöðu á húsnæðismarkaði og búsetu má finna undir Talnaefni á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Nánari skýring
Fólk telst búa við verulegan skort á efnislegum gæðum ef það býr á heimili þar sem fernt eða meira af eftirfarandi á við:
1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 180 þúsund krónur árið 2018)
5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
7. Hefur ekki efni á þvottavél
8. Hefur ekki efni á bíl
9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Um tölurnar
Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2015-2018, hafa eldri niðurstöður verið endurskoðar. Við endurskoðun kom í ljós brot í tímaröð vegna orðalagsbreytinga í spurningunni um vikulangt frí, sem hefur í för með sér að mælingarnar eru ekki sambærilegar á milli ára. Hér er aðeins birt nýjasta tímaröðin þar sem tölurnar eru sambærilegar á milli ára. Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2019-2021 hafa eldri niðurstöður verið uppfærðar vegna lagfæringar á kóðun svarkosta.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Skortur á efnislegum gæðum
- Eftir aldri og kyni
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
- Eftir heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Gögn um verulegan skort á efnislegum gæðum eru einungis aðgengileg til ársins 2021. Nýlegri upplýsingar um efnislegan skort eftir kyni, aldri, menntun, stöðu á húsnæðismarkaði og búsetu má finna undir Talnaefni á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Nánari skýring
Fólk telst búa við verulegan skort á efnislegum gæðum ef það býr á heimili þar sem fernt eða meira af eftirfarandi á við:
1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum
2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag
4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 180 þúsund krónur árið 2018)
5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
7. Hefur ekki efni á þvottavél
8. Hefur ekki efni á bíl
9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Um tölurnar
Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2015-2018, hafa eldri niðurstöður verið endurskoðar. Við endurskoðun kom í ljós brot í tímaröð vegna orðalagsbreytinga í spurningunni um vikulangt frí, sem hefur í för með sér að mælingarnar eru ekki sambærilegar á milli ára. Hér er aðeins birt nýjasta tímaröðin þar sem tölurnar eru sambærilegar á milli ára. Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2019-2021 hafa eldri niðurstöður verið uppfærðar vegna lagfæringar á kóðun svarkosta.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Skortur á efnislegum gæðum
- Eftir aldri og kyni
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
- Eftir heimilisgerð og stöðu á húsnæðismarkaði
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eftir fjölskyldugerð.
Eining
Fjöldi
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um viðtakendur fjárhagsaðstoðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga
Fjöldi eftir fjölskyldugerð, aldri og landsvæðum
Meðalgreiðslur
Hlutfall af aldurshópi eftir landsvæðum
Hlutfall eftir atvinnustöðu
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eftir fjölskyldugerð.
Eining
Fjöldi
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um viðtakendur fjárhagsaðstoðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga
Fjöldi eftir fjölskyldugerð, aldri og landsvæðum
Meðalgreiðslur
Hlutfall af aldurshópi eftir landsvæðum
Hlutfall eftir atvinnustöðu
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem býr við góða heilsu
Nánari skýring
Mælingin byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:
Almennt séð finnst þér þú vera við mjög góða, góða, sæmilega, slæma eða mjög slæma heilsu?
Niðurstöður sýna svör þeirra sem segjast vera með góða og mjög góða heilsu og þau borin saman við önnur. Þetta er í samræmi við flokkun OECD.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk við góða heilsu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk við góða heilsu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem býr við góða heilsu
Nánari skýring
Mælingin byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:
Almennt séð finnst þér þú vera við mjög góða, góða, sæmilega, slæma eða mjög slæma heilsu?
Niðurstöður sýna svör þeirra sem segjast vera með góða og mjög góða heilsu og þau borin saman við önnur. Þetta er í samræmi við flokkun OECD.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk við góða heilsu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk við góða heilsu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem býr við takmarkanir í daglegu lífi sökum heilsufars.
Nánari skýring
Byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:
Í sex mánuði samfleytt eða lengur, hefur heilsufar þitt hamlað eða takmarkað þig á einhvern hátt í einhverju sem reikna má með að flest fólk geti gert?Hlutfallið miðar við bæði þá sem takmarkast og takmarkast verulega sökum heilsufars.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2015-2018 hafa eldri niðurstöður verið endurskoðar. Áhrif leiðréttingarinnar er sú að hærra hlutfall telst takmarkast sökum heilsufars en áður frá og með árinu 2007.
Eining
Hlutfall í %
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk með heilsufarslegar takmarkanir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk með heilsufarslegar takmarkanir
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Hlutfall fólks sem býr við takmarkanir í daglegu lífi sökum heilsufars.
Nánari skýring
Byggir á svörum fólks við eftirfarandi spurningu:
Í sex mánuði samfleytt eða lengur, hefur heilsufar þitt hamlað eða takmarkað þig á einhvern hátt í einhverju sem reikna má með að flest fólk geti gert?Hlutfallið miðar við bæði þá sem takmarkast og takmarkast verulega sökum heilsufars.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Samhliða birtingu á niðurstöðum fyrir árin 2015-2018 hafa eldri niðurstöður verið endurskoðar. Áhrif leiðréttingarinnar er sú að hærra hlutfall telst takmarkast sökum heilsufars en áður frá og með árinu 2007.
Eining
Hlutfall í %
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk með heilsufarslegar takmarkanir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk með heilsufarslegar takmarkanir
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar eftir tekjufimmtungum
Nánari skýring
Mælingin byggir á svörum fólks við því hvort það hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar seinustu 12 mánuði.
Tekjufimmtungar
Hér er tekjudreifingunni skipt í 5 jafn stóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á, en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk sem ekki sótti sér heilbrigðisþjónustu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Hlutfall fólks sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar eftir tekjufimmtungum
Nánari skýring
Mælingin byggir á svörum fólks við því hvort það hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar seinustu 12 mánuði.
Tekjufimmtungar
Hér er tekjudreifingunni skipt í 5 jafn stóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á, en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk sem ekki sótti sér heilbrigðisþjónustu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem neitar sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar.
Nánari skýring
Byggir á svörum fólks við því hvort það hafi neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar seinustu 12 mánuði.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Tekjubil
Hér er tekjudreifingunni skipt í 5 jafn stóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á, en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem neitar sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk sem ekki sótti sér heilbrigðisþjónustu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem neitar sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar.
Nánari skýring
Byggir á svörum fólks við því hvort það hafi neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar seinustu 12 mánuði.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Tekjubil
Hér er tekjudreifingunni skipt í 5 jafn stóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á, en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem neitar sér um tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Fólk sem ekki sótti sér heilbrigðisþjónustu
- Eftir aldri og kyni
- Eftir menntun og kyni
- Eftir tekjufimmtungum og kyni
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er skilgreindur sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum heimilis.
Nánari skýring
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður byggir á útreikningi á byrði húsnæðiskostnaðar. Húsnæðisbyrði er reiknuð sem hlutfall ráðstöfunartekna sem er varið í húsnæðiskostnað.
Húsnæðiskostnaður
Eftirfarandi liðir teljast til húsnæðiskostnaðar: Húsaleiga, vaxtakostnaður og verðbætur vegna lána, viðhald, viðgerðir, bruna-, og fasteignatrygging, rafmagn, hiti og fasteignagjöld. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði hjá þeim sem fá slíkar bætur greiddar.
Tekjubil
Hér er tekjudreifingunni skipt í fimm jafnstóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður
- Eftir tekjufimmtungum
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir heimilisgerðum
- Eftir þéttbýlisstigi
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er skilgreindur sem húsnæðiskostnaður sem nemur a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum heimilis.
Nánari skýring
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður byggir á útreikningi á byrði húsnæðiskostnaðar. Húsnæðisbyrði er reiknuð sem hlutfall ráðstöfunartekna sem er varið í húsnæðiskostnað.
Húsnæðiskostnaður
Eftirfarandi liðir teljast til húsnæðiskostnaðar: Húsaleiga, vaxtakostnaður og verðbætur vegna lána, viðhald, viðgerðir, bruna-, og fasteignatrygging, rafmagn, hiti og fasteignagjöld. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði hjá þeim sem fá slíkar bætur greiddar.
Tekjubil
Hér er tekjudreifingunni skipt í fimm jafnstóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu
Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður
- Eftir tekjufimmtungum
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir heimilisgerðum
- Eftir þéttbýlisstigi
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem segist búa við raka, myglu, og lekandi þak eftir tegund húsnæðis.
Nánari skýring
Spurt er hvort svarandi eigi í vandræðum með þakleka, raka eða fúa í veggjum, gólfi eða gluggum. Sé svarað játandi telst viðkomandi til þeirra sem segjast búa við lekandi þak, raka eða myglu.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hvort fólk segist búa við húsnæði í lélegu ástandi.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Húsnæðismál” á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem segist búa við raka, myglu, og lekandi þak eftir tegund húsnæðis.
Nánari skýring
Spurt er hvort svarandi eigi í vandræðum með þakleka, raka eða fúa í veggjum, gólfi eða gluggum. Sé svarað játandi telst viðkomandi til þeirra sem segjast búa við lekandi þak, raka eða myglu.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um hvort fólk segist búa við húsnæði í lélegu ástandi.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Húsnæðismál” á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem býr þröngt reiknað út frá fjölda herbergja og samsetningu heimilisfólks.
Nánari skýring
Notast er við alþjóðlega skilgreiningu evrópsku Hagstofunnar á þröngbýli. Þröngbýli er reiknað út frá fjölda herbergja og samsetningu heimilisfólks.
- Hvert heimili þarf eitt herbergi sem er sameiginlegt fyrir allt heimilisfólk
- Eitt herbergi fyrir hvert par á heimilinu
- Eitt herbergi fyrir hvern einhleypan einstakling 18 ára og eldri
- Eitt herbergi fyrir hverja tvo einstaklinga 12-17 ára af sama kyni
- Eitt herbergi fyrir hverja tvo einstaklinga undir 12 ára aldri
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um þröngbýli.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Húsnæðismál - húsnæðiskostnaður” á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem býr þröngt reiknað út frá fjölda herbergja og samsetningu heimilisfólks.
Nánari skýring
Notast er við alþjóðlega skilgreiningu evrópsku Hagstofunnar á þröngbýli. Þröngbýli er reiknað út frá fjölda herbergja og samsetningu heimilisfólks.
- Hvert heimili þarf eitt herbergi sem er sameiginlegt fyrir allt heimilisfólk
- Eitt herbergi fyrir hvert par á heimilinu
- Eitt herbergi fyrir hvern einhleypan einstakling 18 ára og eldri
- Eitt herbergi fyrir hverja tvo einstaklinga 12-17 ára af sama kyni
- Eitt herbergi fyrir hverja tvo einstaklinga undir 12 ára aldri
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um þröngbýli.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum undir “Húsnæðismál - húsnæðiskostnaður” á aðalvef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem segir að húsnæðiskostnaður sé mikil byrði eftir stöðu á húsnæðismarkaði.
Nánari skýring
Hlutfallið tekur mið af þeim sem svara því til að húsnæðiskostnaður sé þung byrði. Fólk er beðið að hafa í huga heildarkostnað húsnæðis, þ.m.t. afborganir af húsnæðislánum eða húsaleigu, tryggingar, þjónustugjöld s.s. sorphirða, reglulegt viðhald, viðgerðir og önnur gjöld.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem segir að húsnæðiskostnaður sé þung byrði.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Mat á byrði húsnæðiskostnaðar
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem segir að húsnæðiskostnaður sé mikil byrði eftir stöðu á húsnæðismarkaði.
Nánari skýring
Hlutfallið tekur mið af þeim sem svara því til að húsnæðiskostnaður sé þung byrði. Fólk er beðið að hafa í huga heildarkostnað húsnæðis, þ.m.t. afborganir af húsnæðislánum eða húsaleigu, tryggingar, þjónustugjöld s.s. sorphirða, reglulegt viðhald, viðgerðir og önnur gjöld.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem segir að húsnæðiskostnaður sé þung byrði.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Mat á byrði húsnæðiskostnaðar
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem hefur ekki getað greitt húsnæðislán eða leigu á tilskildum tíma eftir stöðu á húsnæðismarkaði.
Nánari skýring
Spurt er hvort að heimilið hafi verið í vanskilum á húsnæðislánum eða leigu á einhverjum tímapunkti síðustu 12 mánuði. Með vanskilum er átt við að heimilið hafi ekki getað borgað húsaleigu eða húsnæðislán á tilskildum tíma. Ef heimilinu tekst að greiða með lántöku (frá banka, ættingjum eða vinum) telst það sambærilegt við að heimilið hafi borgað með eigin fé. Lán vegna viðhalds, endurbóta o.fl. á húsnæði eru undanskilin frá þessum útreikningum.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vanskil húsnæðislána eða leigu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Vanskil húsnæðislána eða leigu
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem hefur ekki getað greitt húsnæðislán eða leigu á tilskildum tíma eftir stöðu á húsnæðismarkaði.
Nánari skýring
Spurt er hvort að heimilið hafi verið í vanskilum á húsnæðislánum eða leigu á einhverjum tímapunkti síðustu 12 mánuði. Með vanskilum er átt við að heimilið hafi ekki getað borgað húsaleigu eða húsnæðislán á tilskildum tíma. Ef heimilinu tekst að greiða með lántöku (frá banka, ættingjum eða vinum) telst það sambærilegt við að heimilið hafi borgað með eigin fé. Lán vegna viðhalds, endurbóta o.fl. á húsnæði eru undanskilin frá þessum útreikningum.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vanskil húsnæðislána eða leigu. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Vanskil húsnæðislána eða leigu
- Eftir stöðu á húsnæðismarkaði
- Eftir tegundum húsnæðis
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall vinnuafls sem vinnur óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni.
Nánari skýring
Fólk telst vinna óhefðbundinn vinnutíma ef það svarar því að það vinni venjulega á næturnar, kvöldin, laugardögum eða sunnudögum.
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Hlutfall vinnuafls sem vinnur óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni.
Nánari skýring
Fólk telst vinna óhefðbundinn vinnutíma ef það svarar því að það vinni venjulega á næturnar, kvöldin, laugardögum eða sunnudögum.
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Unnar vinnustundir er fjöldi vinnustunda sem fólk telur sig hafa unnið í aðal- og aukastarfi í viðmiðunarvikunni eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við unnar vinnustundir að jafnaði fyrir íslenskan vinnumarkað.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Meðalfjöldi unninna klukkustunda
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um unnar vinnustundir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Meðalfjöldi unninna vinnustunda eftir landsvæði, kyni og aldriÁrstölurÁrsfjórðungstölurMeðalfjöldi unninna vinnustundaMánaðartölurÁrstíðarleiðréttar mánaðartölurÁrstíðarleiðrétt leitni mánaðartalnaLýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Unnar vinnustundir er fjöldi vinnustunda sem fólk telur sig hafa unnið í aðal- og aukastarfi í viðmiðunarvikunni eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við unnar vinnustundir að jafnaði fyrir íslenskan vinnumarkað.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Meðalfjöldi unninna klukkustunda
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um unnar vinnustundir. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands:
Meðalfjöldi unninna vinnustunda eftir landsvæði, kyni og aldriÁrstölurÁrsfjórðungstölurMeðalfjöldi unninna vinnustundaMánaðartölurÁrstíðarleiðréttar mánaðartölurÁrstíðarleiðrétt leitni mánaðartalnaLýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr Vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá eftir kyni.
Nánari skýring
Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Eining
Hlutfall í%
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í alþingiskosningum.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum
- Yfirlit frá 1874-2021 eftir kyni
- Eftir sveitarfélagi og kyni
- Eftir kyni, aldri, og kjördæmi
- Eftir kyni, aldri, og íbúafjöldi í sveitarfélögum
Hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá eftir kyni.
Nánari skýring
Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Eining
Hlutfall í%
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í alþingiskosningum.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum
- Yfirlit frá 1874-2021 eftir kyni
- Eftir sveitarfélagi og kyni
- Eftir kyni, aldri, og kjördæmi
- Eftir kyni, aldri, og íbúafjöldi í sveitarfélögum
Stutt lýsing
Kosningaþátttaka er hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá. Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Nánari skýring
Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í sveitastjórnarkosningum.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í sveitastjórnarkosningum
- Yfirlit árin 1938-2018 eftir kyni
- Eftir kyni og stærð sveitarfélaga
- Eftir aldri, kyni og stærð sveitarfélaga
Kosningaþátttaka er hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá. Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Nánari skýring
Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í sveitastjórnarkosningum.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í sveitastjórnarkosningum
- Yfirlit árin 1938-2018 eftir kyni
- Eftir kyni og stærð sveitarfélaga
- Eftir aldri, kyni og stærð sveitarfélaga
Stutt lýsing
Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Alþingis.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á svörum þátttakenda í Viðhorfahópi Gallup við svohljóðandi spurningu: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis?“
Um tölurnar
Traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins hefur verið kannað hjá Gallup um árabil og birt opinberlega undir merkjum Þjóðarpúls Gallup sem er fréttabréf um málefni líðandi stundar. Elstu mælingar Þjóðarpúlsins á trausti til stofnana eru frá árinu 1993. Einstaklingar í úrtaki eru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Frekara talnaefni úr Þjóðarpúlsi Gallup hér.
Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Alþingis.
Nánari skýring
Niðurstöður byggja á svörum þátttakenda í Viðhorfahópi Gallup við svohljóðandi spurningu: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis?“
Um tölurnar
Traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins hefur verið kannað hjá Gallup um árabil og birt opinberlega undir merkjum Þjóðarpúls Gallup sem er fréttabréf um málefni líðandi stundar. Elstu mælingar Þjóðarpúlsins á trausti til stofnana eru frá árinu 1993. Einstaklingar í úrtaki eru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Frekara talnaefni úr Þjóðarpúlsi Gallup hér.
Stutt lýsing
Fjöldi barna í leikskóla
Nánari skýring
Byggir á upplýsingum um börn sem eru í leikskólum innanlands. Fjöldinn miðar við börn sem eru skráð í leikskólann á viðmiðunardegi skýrslugerðar, þann 1. desember á viðmiðunarári.
Eining
Fjöldi barna á tilteknu aldursári
Nánari upplýsingar
Hér er aðeins birtur fjöldi barna í leikskóla eftir aldurshópum. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Upplýsingar sem uppfærast reglulega
- Börn í leikskólum eftir aldri, lengd viðveru og rekstrarformi.
- Börn í leikskólum eftir aldri, kyni og landsvæðum.
- Börn í leikskólum með erlent móðurmál.
- Nemendur í leikskólum eftir bakgrunni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Fjöldi barna í leikskóla
Nánari skýring
Byggir á upplýsingum um börn sem eru í leikskólum innanlands. Fjöldinn miðar við börn sem eru skráð í leikskólann á viðmiðunardegi skýrslugerðar, þann 1. desember á viðmiðunarári.
Eining
Fjöldi barna á tilteknu aldursári
Nánari upplýsingar
Hér er aðeins birtur fjöldi barna í leikskóla eftir aldurshópum. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Upplýsingar sem uppfærast reglulega
- Börn í leikskólum eftir aldri, lengd viðveru og rekstrarformi.
- Börn í leikskólum eftir aldri, kyni og landsvæðum.
- Börn í leikskólum með erlent móðurmál.
- Nemendur í leikskólum eftir bakgrunni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall nemenda sem sækir framhaldsskóla af mannfjölda í viðkomandi aldursflokki.
Nánari skýring
Breytingar á skólasókn má nýta sér sem snemmbæra viðvörun um hvert stefnir í menntamálum. Skólasókn eftir aldri er þverskurðsmæling á hlutfalli þeirra sem eru skráðir í skóla í tilteknum aldurshópi ár hvert. Skólasókn gefur nákvæma, tímanlega og næma vísbendingu um hvernig menntunarstaða og brautskráningar- og brottfallstölur gætu litið út í framtíðinni, án þess þó að mæla þessa þætti beint, þar sem skólasókn er forsenda þeirra.
Tölur um brautskráningu og brottfall kalla hinsvegar á að nemenda sem hefur skráð sig í skóla sé fylgt eftir í ákveðinn tíma til þess að sjá hvernig honum farnast. Því getur tekið tíma að sjá áhrif samfélagsbreytinga á brautskráningarhlutfall og brottfall. Skólasókn er einnig næmari mælikvarði á samfélagslegar breytingar en til dæmis menntunarstaða þjóðarinnar. Þetta skýrist af því að menntunarstaða er mæling á stöðu sem helst óbreytt fyrir flesta frá ári til árs þegar horft er til íbúa í heild sinni.
Miðað er við fólk sem er með lögheimili innanlands og í námi innanlands, frá og með fyrsta ári framhaldsskólastigs. Miðað er við skólasókn í desember ár hvert. Ártölin eiga við fyrra árið á skólaárinu, t.d. á 2015 við skólaárið 2015-2016.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar tölur um skólasókn í framhaldsskóla fyrir nokkra lykilaldurshópa. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í framhaldsskóla
- Eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Eftir skólastigi, tegund náms, almennu sviði og kyni
- Eftir skólastigi, tegund náms, námsbraut og kyni
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi
- Brautskráðir nemendur eftir skólastigi, landsvæði, aldursflokki og kyni
- Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi eftir bakgrunni
Menntunarstaða
- Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall nemenda sem sækir framhaldsskóla af mannfjölda í viðkomandi aldursflokki.
Nánari skýring
Breytingar á skólasókn má nýta sér sem snemmbæra viðvörun um hvert stefnir í menntamálum. Skólasókn eftir aldri er þverskurðsmæling á hlutfalli þeirra sem eru skráðir í skóla í tilteknum aldurshópi ár hvert. Skólasókn gefur nákvæma, tímanlega og næma vísbendingu um hvernig menntunarstaða og brautskráningar- og brottfallstölur gætu litið út í framtíðinni, án þess þó að mæla þessa þætti beint, þar sem skólasókn er forsenda þeirra.
Tölur um brautskráningu og brottfall kalla hinsvegar á að nemenda sem hefur skráð sig í skóla sé fylgt eftir í ákveðinn tíma til þess að sjá hvernig honum farnast. Því getur tekið tíma að sjá áhrif samfélagsbreytinga á brautskráningarhlutfall og brottfall. Skólasókn er einnig næmari mælikvarði á samfélagslegar breytingar en til dæmis menntunarstaða þjóðarinnar. Þetta skýrist af því að menntunarstaða er mæling á stöðu sem helst óbreytt fyrir flesta frá ári til árs þegar horft er til íbúa í heild sinni.
Miðað er við fólk sem er með lögheimili innanlands og í námi innanlands, frá og með fyrsta ári framhaldsskólastigs. Miðað er við skólasókn í desember ár hvert. Ártölin eiga við fyrra árið á skólaárinu, t.d. á 2015 við skólaárið 2015-2016.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar tölur um skólasókn í framhaldsskóla fyrir nokkra lykilaldurshópa. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í framhaldsskóla
- Eftir kyni, aldri og landsvæðum
- Eftir skólastigi, tegund náms, almennu sviði og kyni
- Eftir skólastigi, tegund náms, námsbraut og kyni
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi
- Brautskráðir nemendur eftir skólastigi, landsvæði, aldursflokki og kyni
- Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi eftir bakgrunni
Menntunarstaða
- Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall nemenda sem sækir háskóla af mannfjölda í viðkomandi aldursflokki.
Nánari skýring
Breytingar á skólasókn má nýta sér sem snemmbæra viðvörun um hvert stefnir í menntamálum. Skólasókn eftir aldri er þverskurðsmæling á hlutfalli þeirra sem eru skráðir í skóla í tilteknum aldurshópi ár hvert. Skólasókn gefur nákvæma, tímanlega, og næma vísbendingu um hvernig menntunarstaða og brautskráningar- og brottfallstölur gætu litið út í framtíðinni, án þess þó að mæla þessa þætti beint, þar sem skólasókn er forsenda þeirra.
Tölur um brautskráningu og brottfall kalla hinsvegar á að nemenda sem hefur skráð sig í skóla sé fylgt eftir í ákveðinn tíma til þess að sjá hvernig honum farnast. Því getur tekið tíma að sjá áhrif samfélagsbreytinga á brautskráningarhlutfall og brottfall. Skólasókn er einnig næmari mælikvarði á samfélagslegar breytingar en til dæmis menntunarstaða þjóðarinnar. Þetta skýrist af því að menntunarstaða er mæling á stöðu sem helst óbreytt fyrir flesta frá ári til árs þegar horft er til íbúa í heild sinni.
Miðað er við fólk sem er með lögheimili innanlands og í námi innanlands, frá og með fyrsta ári háskólastigs. Miðað er við skólasókn í desember ár hvert. Ártölin eiga við fyrra árið á skólaárinu, t.d. á 2015 við skólaárið 2015-2016.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Skólasókn á háskólastigi
- Eftir kyni, aldri og lögheimili
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af háskólastig
- Eftir kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir tíma og kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir bakgrunni og kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir menntun foreldra og kyni
Menntunarstaða
- Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall nemenda sem sækir háskóla af mannfjölda í viðkomandi aldursflokki.
Nánari skýring
Breytingar á skólasókn má nýta sér sem snemmbæra viðvörun um hvert stefnir í menntamálum. Skólasókn eftir aldri er þverskurðsmæling á hlutfalli þeirra sem eru skráðir í skóla í tilteknum aldurshópi ár hvert. Skólasókn gefur nákvæma, tímanlega, og næma vísbendingu um hvernig menntunarstaða og brautskráningar- og brottfallstölur gætu litið út í framtíðinni, án þess þó að mæla þessa þætti beint, þar sem skólasókn er forsenda þeirra.
Tölur um brautskráningu og brottfall kalla hinsvegar á að nemenda sem hefur skráð sig í skóla sé fylgt eftir í ákveðinn tíma til þess að sjá hvernig honum farnast. Því getur tekið tíma að sjá áhrif samfélagsbreytinga á brautskráningarhlutfall og brottfall. Skólasókn er einnig næmari mælikvarði á samfélagslegar breytingar en til dæmis menntunarstaða þjóðarinnar. Þetta skýrist af því að menntunarstaða er mæling á stöðu sem helst óbreytt fyrir flesta frá ári til árs þegar horft er til íbúa í heild sinni.
Miðað er við fólk sem er með lögheimili innanlands og í námi innanlands, frá og með fyrsta ári háskólastigs. Miðað er við skólasókn í desember ár hvert. Ártölin eiga við fyrra árið á skólaárinu, t.d. á 2015 við skólaárið 2015-2016.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands:
Skólasókn á háskólastigi
- Eftir kyni, aldri og lögheimili
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af háskólastig
- Eftir kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir tíma og kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir bakgrunni og kyni
- Úr þriggja ára Bachelor námi eftir menntun foreldra og kyni
Menntunarstaða
- Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Fólk sem hefur látist af ytri orsökum sjúkleika og dauða eftir kyni.
Nánari skýring
Flokkun á grundvelli evrópska stuttlistans og 9. útgáfu flokkunarkerfis Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar (ICD-9) frá 1981-1995 og 10. útgáfu þess frá 1996 (ICD-10). Flokkur 17 segir til um þá sem hafa látist af völdum slysa.
Um tölurnar
Fyrir hvern einstakling sem deyr hér á landi útbýr læknir dánarvottorð sem er svo afhent nánasta aðstandanda. Sá afhendir síðan dánarvottorðið sýslumanni sem sendir svo vottorðið til Þjóðskrár. Þegar andlátið hefur verið skráð hjá Þjóðskrá er það sent til Embættis landlæknis. Hagstofa Íslands útbýr skýrslur um dánarorsakir og andvana fædd börn og Embætti landlæknis afhendir Hagstofunni þau gögn sem hún þarfnast í þeim tilgangi. Hagstofan birtir lífslíkur og dánartíðni í mars og dánarorsakir í kringum október á hverju ári.
Eining
Fjöldi
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um dauðsföll af völdum slysa. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands. Flokkur 17 segir til um dána vegna ytri orsaka sjúkleika og dauða og er skipt í undirflokka í töflunni að neðan.
Dánir eftir dánarorsökum, kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Fólk sem hefur látist af ytri orsökum sjúkleika og dauða eftir kyni.
Nánari skýring
Flokkun á grundvelli evrópska stuttlistans og 9. útgáfu flokkunarkerfis Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar (ICD-9) frá 1981-1995 og 10. útgáfu þess frá 1996 (ICD-10). Flokkur 17 segir til um þá sem hafa látist af völdum slysa.
Um tölurnar
Fyrir hvern einstakling sem deyr hér á landi útbýr læknir dánarvottorð sem er svo afhent nánasta aðstandanda. Sá afhendir síðan dánarvottorðið sýslumanni sem sendir svo vottorðið til Þjóðskrár. Þegar andlátið hefur verið skráð hjá Þjóðskrá er það sent til Embættis landlæknis. Hagstofa Íslands útbýr skýrslur um dánarorsakir og andvana fædd börn og Embætti landlæknis afhendir Hagstofunni þau gögn sem hún þarfnast í þeim tilgangi. Hagstofan birtir lífslíkur og dánartíðni í mars og dánarorsakir í kringum október á hverju ári.
Eining
Fjöldi
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um dauðsföll af völdum slysa. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands. Flokkur 17 segir til um dána vegna ytri orsaka sjúkleika og dauða og er skipt í undirflokka í töflunni að neðan.
Dánir eftir dánarorsökum, kyni og aldri
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem upplifir glæpi í nágrenninu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er kannað hvort fólk verði fyrir óþægindum vegna glæpa í nágrenninu. Spurt er: “Verðið þið fyrir óþægindum í húsnæðinu vegna skemmdarverka, ofbeldis eða ólöglegrar starfsemi af einhverju tagi í nágrenninu?”.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við alla heimilismenn og er gengið út frá því að svör hans séu lýsandi fyrir annað heimilisfólk.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem upplifir glæpi í nágrenninu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er kannað hvort fólk verði fyrir óþægindum vegna glæpa í nágrenninu. Spurt er: “Verðið þið fyrir óþægindum í húsnæðinu vegna skemmdarverka, ofbeldis eða ólöglegrar starfsemi af einhverju tagi í nágrenninu?”.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við alla heimilismenn og er gengið út frá því að svör hans séu lýsandi fyrir annað heimilisfólk.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem verður fyrir óþægindum vegna hávaða í sínu nærumhverfi.
Nánari skýring
Spurt er hvort að eftirfarandi vandamál tengist staðnum sem einstaklingurinn býr á: of mikill hávaði frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði o.s.frv.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um upplifaðan hávaða.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands: Upplifun umhverfisgæða í nærumhverfinu eftir bakgrunni
Unnið er að uppfærslu á talnaefni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem verður fyrir óþægindum vegna hávaða í sínu nærumhverfi.
Nánari skýring
Spurt er hvort að eftirfarandi vandamál tengist staðnum sem einstaklingurinn býr á: of mikill hávaði frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði o.s.frv.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um upplifaðan hávaða.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands: Upplifun umhverfisgæða í nærumhverfinu eftir bakgrunni
Unnið er að uppfærslu á talnaefni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem verður fyrir óþægindum vegna óhreininda og mengunar í sínu nærumhverfi.
Nánari skýring
Spurt er hvort að eftirfarandi vandamál tengist staðnum sem einstaklingurinn býr á: mengun, óhreinindi eða önnur umhverfisvandamál í næsta nágrenni, svo sem reykur, ryk, óþægileg lykt eða mengað vatn.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem segist búa við mengun.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands: Upplifun umhverfisgæða í nærumhverfinu eftir bakgrunni
Unnið er að uppfærslu á talnaefni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem verður fyrir óþægindum vegna óhreininda og mengunar í sínu nærumhverfi.
Nánari skýring
Spurt er hvort að eftirfarandi vandamál tengist staðnum sem einstaklingurinn býr á: mengun, óhreinindi eða önnur umhverfisvandamál í næsta nágrenni, svo sem reykur, ryk, óþægileg lykt eða mengað vatn.
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining rannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga, og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem segist búa við mengun.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflu á aðalvef Hagstofu Íslands: Upplifun umhverfisgæða í nærumhverfinu eftir bakgrunni
Unnið er að uppfærslu á talnaefni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10.
Nánari skýring
Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína 8 eða hærri á skalanum 1-10. Miðað er við september hvers árs.
Um tölurnar
Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.
Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.
Eining
Hlutfall í %
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vellíðan fullorðinna.
Sjá frekari tölfræði frá lýðheilsuvaktinni á vefsíðu embættis landlæknis.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.
Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10.
Nánari skýring
Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína 8 eða hærri á skalanum 1-10. Miðað er við september hvers árs.
Um tölurnar
Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.
Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.
Eining
Hlutfall í %
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vellíðan fullorðinna.
Sjá frekari tölfræði frá lýðheilsuvaktinni á vefsíðu embættis landlæknis.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.