Félagslegir mælikvarðar
Stutt lýsing
Lífslíkur, eða meðalævilengd, einstaklinga eftir kyni.
Nánari skýring
Meðalævilengd sýnir hve mörg æviár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans.
Um tölurnar
Fyrir hvern einstakling sem deyr hér á landi útbýr læknir dánarvottorð sem er svo afhent nánasta aðstandanda. Sá afhendir síðan dánarvottorðið sýslumanni sem sendir svo vottorðið til Þjóðskrár. Þegar andlátið hefur verið skráð hjá Þjóðskrá er það sent til Embættis landlæknis. Hagstofa Íslands útbýr skýrslur um dánarorsakir og andvana fædd börn og Embætti landlæknis afhendir Hagstofunni þau gögn sem hún þarfnast í þeim tilgangi. Hagstofan birtir lífslíkur og dánartíðni í mars og dánarorsakir í kringum október á hverju ári. Lög um dánarvottorð er að finna hér.
Eining
Ár.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lífslíkur.
Nánari upplýsingar um lífslíkur á Íslandi eru í eftirfarandi töflum undir “Dánir” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Lífslíkur, eða meðalævilengd, einstaklinga eftir kyni.
Nánari skýring
Meðalævilengd sýnir hve mörg æviár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans.
Um tölurnar
Fyrir hvern einstakling sem deyr hér á landi útbýr læknir dánarvottorð sem er svo afhent nánasta aðstandanda. Sá afhendir síðan dánarvottorðið sýslumanni sem sendir svo vottorðið til Þjóðskrár. Þegar andlátið hefur verið skráð hjá Þjóðskrá er það sent til Embættis landlæknis. Hagstofa Íslands útbýr skýrslur um dánarorsakir og andvana fædd börn og Embætti landlæknis afhendir Hagstofunni þau gögn sem hún þarfnast í þeim tilgangi. Hagstofan birtir lífslíkur og dánartíðni í mars og dánarorsakir í kringum október á hverju ári. Lög um dánarvottorð er að finna hér.
Eining
Ár.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um lífslíkur.
Nánari upplýsingar um lífslíkur á Íslandi eru í eftirfarandi töflum undir “Dánir” á vef Hagstofu Íslands.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fullorðinna sem skora 31-35 á velsældarkvarðanum SWEMWBS (kvarði 7-35).
Nánari skýring
Velsældarkvarðinn SWEMWBS
Velsældarkvarðinn SWEMWBS (Short Warwick-Edinburgh Mental Wellbeing Scale) mælir andlega líðan fólks. Kvarðinn inniheldur sjö staðhæfingar og svarað er á fimm punkta stiku eftir því sem lýsir best reynslu viðkomandi síðastliðnar tvær vikur. Staðhæfingarnar eru:
1. Ég hef litið bjartsýnum augum til framtíðarinnar.
2. Mér hefur þótt ég gera gagn.
3. Ég hef verið afslöppuð/afslappaður.
4. Mér hefur gengið vel að takast á við vandamál.
5. Ég hef hugsað skýrt.Mér hefur fundist ég náin/n öðrum.
6. Ég hef átt auðvelt með að gera upp hug minn.
Svarmöguleikarnir eru aldrei, sjaldan, stundum, oft og alltaf. Lægst er hægt að fá 7 stig og hæst 35 stig en fleiri stig endurspegla betri andlega líðan. Mælikvarðinn hefur góðan áreiðanleika og hentar vel til þess að meta breytingar á velsæld yfir tíma. Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis sér um mánaðarlega vöktun á mælingunni.
Um Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis
Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis. Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur úr mælingu Embættis landlæknis á velsæld. Frekari niðurstöður má finna hér.
Hér má finna fleiri mælingar Embættis landlæknis á helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar.
Hlutfall fullorðinna sem skora 31-35 á velsældarkvarðanum SWEMWBS (kvarði 7-35).
Nánari skýring
Velsældarkvarðinn SWEMWBS
Velsældarkvarðinn SWEMWBS (Short Warwick-Edinburgh Mental Wellbeing Scale) mælir andlega líðan fólks. Kvarðinn inniheldur sjö staðhæfingar og svarað er á fimm punkta stiku eftir því sem lýsir best reynslu viðkomandi síðastliðnar tvær vikur. Staðhæfingarnar eru:
1. Ég hef litið bjartsýnum augum til framtíðarinnar.
2. Mér hefur þótt ég gera gagn.
3. Ég hef verið afslöppuð/afslappaður.
4. Mér hefur gengið vel að takast á við vandamál.
5. Ég hef hugsað skýrt.Mér hefur fundist ég náin/n öðrum.
6. Ég hef átt auðvelt með að gera upp hug minn.
Svarmöguleikarnir eru aldrei, sjaldan, stundum, oft og alltaf. Lægst er hægt að fá 7 stig og hæst 35 stig en fleiri stig endurspegla betri andlega líðan. Mælikvarðinn hefur góðan áreiðanleika og hentar vel til þess að meta breytingar á velsæld yfir tíma. Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis sér um mánaðarlega vöktun á mælingunni.
Um Lýðheilsuvakt Embættis landlæknis
Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis. Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur úr mælingu Embættis landlæknis á velsæld. Frekari niðurstöður má finna hér.
Hér má finna fleiri mælingar Embættis landlæknis á helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar.
Stutt lýsing
Hlutfall þeirra sem neituðu sér um læknisþjónustu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er spurt hvort ekki hafi verið leitað til læknis eða sérfræðings vegna eigin heilsu þrátt fyrir að viðkomandi hafi þurft á því að halda. Niðurstöður eru greindar eftir kyni. Spurt var: “Voru einhver tilvik á síðustu 12 mánuðum þar sem þú leitaðir ekki til læknis, sérfræðings eða þess háttar vegna eigin heilsu, þótt þú hafir þurft á því að halda?”
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall þeirra sem neituðu sér um læknisþjónustu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er spurt hvort ekki hafi verið leitað til læknis eða sérfræðings vegna eigin heilsu þrátt fyrir að viðkomandi hafi þurft á því að halda. Niðurstöður eru greindar eftir kyni. Spurt var: “Voru einhver tilvik á síðustu 12 mánuðum þar sem þú leitaðir ekki til læknis, sérfræðings eða þess háttar vegna eigin heilsu, þótt þú hafir þurft á því að halda?”
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall landsmanna eftir menntunarstöðu og kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 25-64 ára.
Um tölurnar
Menntunarstaða er skilgreind samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi menntunarstigs ISCED2011 (International Standard Classification of Education 2011). Nánari skýringar má finna hér. Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér er aðeins birt menntunarstaða eftir kyni. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í háskóla
Eftir kyni, aldri og landsvæðum
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af háskólastigi
Eftir kyni
Brautskráningar á háskólastigi og doktorsstigi eftir prófgráðu, aldursflokki og kyni
Menntunarstaða
Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall landsmanna eftir menntunarstöðu og kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 25-64 ára.
Um tölurnar
Menntunarstaða er skilgreind samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi menntunarstigs ISCED2011 (International Standard Classification of Education 2011). Nánari skýringar má finna hér. Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér er aðeins birt menntunarstaða eftir kyni. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í háskóla
Eftir kyni, aldri og landsvæðum
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af háskólastigi
Eftir kyni
Brautskráningar á háskólastigi og doktorsstigi eftir prófgráðu, aldursflokki og kyni
Menntunarstaða
Tölur um menntunarstöðu
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Brotthvarf af framhaldsskólastigi fjórum árum eftir innritun eftir kyni. Ártöl standa fyrir innritunaár.
Nánari skýring
Miðað er við árgangsbrotthvarf. Frá og með 2017 er nýnemum í dagskóla að hausti fylgt eftir og staða þeirra tekin eftir fjögur ár, þ.e. hvort nemendurnir luku eða hættu námi. Fram til ársins 2017 var staðan tekin sex árum eftir að nýnemar skráðu sig í dagskóla að hausti. Ártöl standa fyrir innritunarár og því þarf að leggja við fjögur ár til að fá ártalið sem stöðumatið stendur fyrir. Dæmi: Stöðutaka fyrir árið 2022 hefur innritunarárið 2018.
Talnaefni Hagstofunnar um brautskráningarhlutfall og brotthvarf á framhaldsskólastigi nær aftur til nýnema ársins 1995.
Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands. Tölur frá 1995 eiga við um alla nemendur en fáir nemendur utan dagskólanemenda eru þó inni í tölunum. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í sex ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Sumir hafa lokið námi bæði úr almennu námi og starfsnámi og eru taldir bæði til brautskráðra úr bóknámi og starfsnámi en aðeins einu sinni í heildartölum.
Breyting varð á flokkunarkerfi menntunar árið 1997 og því kann að vera munur á tölum fyrir og eftir þann tíma.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar tölur um brotthvarf af framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um skólasókn eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í framhaldsskóla
Eftir kyni, aldri og landsvæðum
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi
Eftir kyni, landsvæði, tegundum náms og tíma
Eftir kyni, bakgrunni og tíma
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Brotthvarf af framhaldsskólastigi fjórum árum eftir innritun eftir kyni. Ártöl standa fyrir innritunaár.
Nánari skýring
Miðað er við árgangsbrotthvarf. Frá og með 2017 er nýnemum í dagskóla að hausti fylgt eftir og staða þeirra tekin eftir fjögur ár, þ.e. hvort nemendurnir luku eða hættu námi. Fram til ársins 2017 var staðan tekin sex árum eftir að nýnemar skráðu sig í dagskóla að hausti. Ártöl standa fyrir innritunarár og því þarf að leggja við fjögur ár til að fá ártalið sem stöðumatið stendur fyrir. Dæmi: Stöðutaka fyrir árið 2022 hefur innritunarárið 2018.
Talnaefni Hagstofunnar um brautskráningarhlutfall og brotthvarf á framhaldsskólastigi nær aftur til nýnema ársins 1995.
Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands. Tölur frá 1995 eiga við um alla nemendur en fáir nemendur utan dagskólanemenda eru þó inni í tölunum. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í sex ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Sumir hafa lokið námi bæði úr almennu námi og starfsnámi og eru taldir bæði til brautskráðra úr bóknámi og starfsnámi en aðeins einu sinni í heildartölum.
Breyting varð á flokkunarkerfi menntunar árið 1997 og því kann að vera munur á tölum fyrir og eftir þann tíma.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar tölur um brotthvarf af framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um skólasókn eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands:
Skólasókn í framhaldsskóla
Eftir kyni, aldri og landsvæðum
Brautskráningarhlutfall og árgangsbrotthvarf af framhaldsskólastigi
Eftir kyni, landsvæði, tegundum náms og tíma
Eftir kyni, bakgrunni og tíma
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks (25-64 ára) sem tók þátt í hvers kyns símenntun á undanförnum fjórum vikum eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 25-64 ára. Símenntun er skilgreind sem öll menntun sem einstaklingur sækir, hvort sem er formlegt nám í skóla eða menntun utan skóla, s.s. á námskeiði, fyrirlestri eða á ráðstefnu.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykiltölur um símenntun eftir kyni. Sjá frekara talnaefni um símenntun hér.
Hlutfall fólks (25-64 ára) sem tók þátt í hvers kyns símenntun á undanförnum fjórum vikum eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 25-64 ára. Símenntun er skilgreind sem öll menntun sem einstaklingur sækir, hvort sem er formlegt nám í skóla eða menntun utan skóla, s.s. á námskeiði, fyrirlestri eða á ráðstefnu.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru einungis birtar lykiltölur um símenntun eftir kyni. Sjá frekara talnaefni um símenntun hér.
Stutt lýsing
Traust til samborgara á 11 punkta kvarða eftir kyni.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013, 2018, 2021 og 2023 voru þátttakendur beðnir að meta á 11 punkta kvarða á bilinu 0 upp í 10, hve mikið traust þeir bæru til samborgara sinna, þar sem 0 merkti alls ekkert traust en 10 merkti fullkomið traust. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Gildi frá 0 til 10.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Traust til samborgara á 11 punkta kvarða eftir kyni.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013, 2018, 2021 og 2023 voru þátttakendur beðnir að meta á 11 punkta kvarða á bilinu 0 upp í 10, hve mikið traust þeir bæru til samborgara sinna, þar sem 0 merkti alls ekkert traust en 10 merkti fullkomið traust. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við einstaklinga og gert er ráð fyrir því að aðstæður heimilisins eigi við um alla einstaklinga á heimilinu.
Eining
Gildi frá 0 til 10.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá eftir kyni.
Nánari skýring
Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í alþingiskosningum.Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum
Yfirlit árin 1874-2021 eftir kyni
Eftir sveitarfélagi og kyni 2003-2021
Eftir kyni, aldri, og kjördæmi 2016-2021
Eftir kyni, aldri, og íbúafjöldi í sveitarfélögum 2016-2021
Hlutfall greiddra atkvæða af fjölda á kjörskrá eftir kyni.
Nánari skýring
Kosningaþátttaka miðast við greidd atkvæði í kjördæmum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Hér eru aðeins birtar lykiltölur um kosningaþátttöku í alþingiskosningum.Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á vef Hagstofu Íslands.
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum
Yfirlit árin 1874-2021 eftir kyni
Eftir sveitarfélagi og kyni 2003-2021
Eftir kyni, aldri, og kjördæmi 2016-2021
Eftir kyni, aldri, og íbúafjöldi í sveitarfélögum 2016-2021
Stutt lýsing
Traust til stjórnmálakerfisins á 11 punkta kvarða eftir kyni.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013 og 2023 voru þátttakendur beðnir að meta hve mikið traust þeir bæru til stjórnmálakerfisins á Íslandi á 11 punkta kvarða á bilinu 0 upp í 10 þar sem 0 merkti alls ekkert traust en 10 merkti fullkomið traust. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Gildi frá 0 til 10.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Traust til stjórnmálakerfisins á 11 punkta kvarða eftir kyni.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013 og 2023 voru þátttakendur beðnir að meta hve mikið traust þeir bæru til stjórnmálakerfisins á Íslandi á 11 punkta kvarða á bilinu 0 upp í 10 þar sem 0 merkti alls ekkert traust en 10 merkti fullkomið traust. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Gildi frá 0 til 10.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem á vini, nágranna eða ættingja utan heimilisins sem það getur leitað til eftir aðstoð.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013, 2015, 2018 og 2023 voru þátttakendur spurðir hvort þeir ættu vini, nágranna eða ættingja utan heimilisins sem þeir gætu leitað til eftir aðstoð, til dæmis fjárhagslega aðstoð, að fá eitthvað að láni eða til að hafa einhvern til að tala við. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem á vini, nágranna eða ættingja utan heimilisins sem það getur leitað til eftir aðstoð.
Nánari skýring
Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2013, 2015, 2018 og 2023 voru þátttakendur spurðir hvort þeir ættu vini, nágranna eða ættingja utan heimilisins sem þeir gætu leitað til eftir aðstoð, til dæmis fjárhagslega aðstoð, að fá eitthvað að láni eða til að hafa einhvern til að tala við. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall einstaklinga sem hafði unnið sjálfboðavinnu á vegum skipulagðra samtaka á undangengnum 12 mánuðum, eftir kyni.
Nánari skýring
Þátttaka í félagsstarfi er mikilvæg vísbending um félagslegan auð í samfélaginu en ýmiskonar félagasamtök sinna mikilvægum verkefnum. Vinna sjálfboðaliða í slíkri starfsemi er því mikilvæg auðlind og skapar verðmæti fyrir samfélagið. Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2015 og 2023 voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu unnið ólaunað sem sjálfboðaliðar eða veitt þjónustu án endurgjalds á vegum skipulagðra samtaka eða félaga á undangengnum 12 mánuðum. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall einstaklinga sem hafði unnið sjálfboðavinnu á vegum skipulagðra samtaka á undangengnum 12 mánuðum, eftir kyni.
Nánari skýring
Þátttaka í félagsstarfi er mikilvæg vísbending um félagslegan auð í samfélaginu en ýmiskonar félagasamtök sinna mikilvægum verkefnum. Vinna sjálfboðaliða í slíkri starfsemi er því mikilvæg auðlind og skapar verðmæti fyrir samfélagið. Í viðauka við lífskjararannsóknina árið 2015 og 2023 voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu unnið ólaunað sem sjálfboðaliðar eða veitt þjónustu án endurgjalds á vegum skipulagðra samtaka eða félaga á undangengnum 12 mánuðum. Niðurstöðunum er skipt eftir kyni.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands (EU-SILC). Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir af handahófi úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Einstaklingur sem lendir í úrtakinu veitir upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og annars heimilisfólks.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall sem varð fyrir eignaspjöllum á undangengnu ári.
Nánari skýring
Spurt er hvort fólk hafi orðið fyrir einhverjum af eftirtöldum eignaskemmdum á undangengnu ári:
Að rúða væri brotin á heimili, dvalarstað eða einkalóð.
Að krotað eða spreyjað væri á heimili, dvalarstað eða eign á einkalóð.
Að lakk væri rispað, þak beyglað eða annars konar skemmdir gerðar á ökutæki.
Öðrum eignaskemmdum á heimili, dvalarstað, einkalóð eða ökutæki.
Um tölurnar
Niðurstöður byggja á afbrotatölfræði sem unnin er af embætti ríkislögreglustjóra.
Eining
Fjöldi.
Nánari upplýsingar
Sjá frekari upplýsingar um afbrotatölfræði á vef Ríkislögreglustjóra.
Hlutfall sem varð fyrir eignaspjöllum á undangengnu ári.
Nánari skýring
Spurt er hvort fólk hafi orðið fyrir einhverjum af eftirtöldum eignaskemmdum á undangengnu ári:
Að rúða væri brotin á heimili, dvalarstað eða einkalóð.
Að krotað eða spreyjað væri á heimili, dvalarstað eða eign á einkalóð.
Að lakk væri rispað, þak beyglað eða annars konar skemmdir gerðar á ökutæki.
Öðrum eignaskemmdum á heimili, dvalarstað, einkalóð eða ökutæki.
Um tölurnar
Niðurstöður byggja á afbrotatölfræði sem unnin er af embætti ríkislögreglustjóra.
Eining
Fjöldi.
Nánari upplýsingar
Sjá frekari upplýsingar um afbrotatölfræði á vef Ríkislögreglustjóra.
Stutt lýsing
Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæði og utan höfuðborgarsvæðis.
Nánari skýring
Tilvik fellur undir heimilisofbeldi ef um er að ræða brot (t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll) sem beinist að skyldum eða tengdum aðila. Undir skyldan eða tengdan aðila fellur t.d. maki eða fyrrum maki og þegar hinn grunaði tengist þolanda fjölskylduböndum.
Um tölurnar
Niðurstöður byggja á afbrotatölfræði sem unnin er af embætti ríkislögreglustjóra.
Eining
Fjöldi.
Nánari upplýsingar
Sjá frekari upplýsingar um afbrotatölfræði á vef Ríkislögreglustjóra.
Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæði og utan höfuðborgarsvæðis.
Nánari skýring
Tilvik fellur undir heimilisofbeldi ef um er að ræða brot (t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll) sem beinist að skyldum eða tengdum aðila. Undir skyldan eða tengdan aðila fellur t.d. maki eða fyrrum maki og þegar hinn grunaði tengist þolanda fjölskylduböndum.
Um tölurnar
Niðurstöður byggja á afbrotatölfræði sem unnin er af embætti ríkislögreglustjóra.
Eining
Fjöldi.
Nánari upplýsingar
Sjá frekari upplýsingar um afbrotatölfræði á vef Ríkislögreglustjóra.
Stutt lýsing
Hlutfall fólks sem upplifir glæpi í nágrenninu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er kannað hvort fólk verði fyrir óþægindum vegna glæpa í nágrenninu. Spurt er: “Verðið þið fyrir óþægindum í húsnæðinu vegna skemmdarverka, ofbeldis eða ólöglegrar starfsemi af einhverju tagi í nágrenninu?”.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við alla heimilismenn og er gengið út frá því að svör hans séu lýsandi fyrir annað heimilisfólk.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Hlutfall fólks sem upplifir glæpi í nágrenninu eftir kyni.
Nánari skýring
Í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands er kannað hvort fólk verði fyrir óþægindum vegna glæpa í nágrenninu. Spurt er: “Verðið þið fyrir óþægindum í húsnæðinu vegna skemmdarverka, ofbeldis eða ólöglegrar starfsemi af einhverju tagi í nágrenninu?”.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Grunneining lífskjararannsóknarinnar er heimili fremur en einstaklingar. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við alla heimilismenn og er gengið út frá því að svör hans séu lýsandi fyrir annað heimilisfólk.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Á aðalvef Hagstofu Íslands má finna frekara talnaefni úr lífskjararannsókninni.
Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall vinnuafls sem vinnur langa vinnuviku að jafnaði, eða meira en 49 stundir á viku, eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Hlutfall vinnuafls sem vinnur langa vinnuviku að jafnaði, eða meira en 49 stundir á viku, eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall vinnuafls sem vinnur óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni.
Nánari skýring
Fólk telst vinna óhefðbundinn vinnutíma ef það svarar því að það vinni venjulega á næturnar, kvöldin, laugardögum eða sunnudögum.
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Hlutfall vinnuafls sem vinnur óhefðbundinn vinnutíma eftir kyni.
Nánari skýring
Fólk telst vinna óhefðbundinn vinnutíma ef það svarar því að það vinni venjulega á næturnar, kvöldin, laugardögum eða sunnudögum.
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Stutt lýsing
Hlutfall vinnuafls sem vinnur tvö eða fleiri störf á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.
Hlutfall vinnuafls sem vinnur tvö eða fleiri störf á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni.
Nánari skýring
Miðað er við fólk á aldrinum 20-64 ára. Til vinnuafls teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir. Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku rannsóknar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Fólk telst vera atvinnulaust ef það er án vinnu og í atvinnuleit.
Um tölurnar
Niðurstöðurnar byggja á vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfi ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu um vinnumarkaðstölfræði og byggist á alþjóðlegum stöðlum og skilgreiningum. Í úrtak vinnumarkaðsrannsóknarinnar veljast af handahófi íslenskir og erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16–74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi.
Eining
Hlutfall í %.
Nánari upplýsingar
Sjá frekara talnaefni úr vinnumarkaðsrannsókn hér.
Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina úr vinnumarkaðsrannsókn má finna hér.