Fjárhagur / Skuldir


Stutt lýsing

Meðalskuldir fjölskyldu í tiltekinni skuldatíund. Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu á verðlagi ársins 2021.


Nánari skýring

Niðurstöður byggja á skattframtölum.

Skuldir eru samanlagðar heildarskuldir fjölskyldu. Til heildarskulda teljast allar skuldir fjölskyldu að meðtöldum fasteignaskuldum sem eru skuldir vegna fasteignakaupa. Skuldir vegna kaupleiguíbúða eru ekki taldar með. Skuldir alls ná til allra í þýðinu, einnig þeirra sem skulda ekkert. Breytan skuldsettir er notuð um þá sem skulda einhverja fjárhæð.

Niðurstöður um skuldastöðu byggja á fjölskyldueiningu sem er mynduð af samsköttuðum einstaklingum og börnum undir 16 ára aldri skráð á þeirra lögheimili. Fjölskyldugerðin getur því vikið verulega frá fjölskyldugerð í þjóðskrá, enda þurfa hjón ekki að vera samsköttuð. Vakin er athygli á því að ungir framteljendur eru skráðir sem einstaklingar frá sextán ára aldri og þurfa að telja fram sem einstaklingar þó þeir búi enn í foreldrahúsum. Þessu þarf að taka mið að við túlkun niðurstaðanna, þar sem margir í neðstu eignatíundum geta tilheyrt ungum framteljendum.

Niðurstöðurnar eru á verðlagi ársins 2018. Núvirðing er gerð í samræmi við árlegt meðaltal vísitölu neysluverðs, sem finna má í töflunni hér.Dæmi um núvirðingu er að breyta upphæð frá 2014 í samræmi við verðlag ársins 2018 með því að nota eftirfarandi formúlu: Vísitala neysluverðs 2018 / (Vísitala neysluverðs 2014 * upphæð).

Niðurstöðunum er skipt eftir skuldatíundum. Tíundarmörk sýna dreifingu skulda sem er raðað í tíundir (e. deciles). Reglan er sú 10% þeirra sem skulda minnst eru í neðstu tíundinni og 10% þeirra sem skulda mest tilheyra efstu tíundinni. Meðaltal skulda eftir skuldatíundum er svo fundið með því að fjárhæðir sem liggja innan hverrar tíundar eru lagðar saman í samtölu tíundarhluta og þeirri tölu er deilt með fjölda fjölskyldna innan hverrar tíundar. Til dæmis: Skuldir allra í lægstu skuldatíund / Fjölda fjölskyldna í lægstu skuldatíund.


Eining

Meðaltal heildarskulda í tiltekinni skuldatíund í krónum.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um skuldir.

Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands. Tölurnar í töflunum eru á verðlagi hvers árs fyrir sig.

Skuldir

Lýsigögn með nánari upplýsingum má finna hér.