Heilsa / Neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar


Stutt lýsing

Hlutfall fólks sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar eftir tekjufimmtungum.


Nánari skýring

Mælingin byggir á svörum fólks við því hvort það hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar seinustu 12 mánuði.

Tekjufimmtungar

Hér er tekjudreifingunni skipt í 5 jafn stóra hluta eftir ráðstöðunartekjum á neyslueiningu, svokölluð fimmtungabil (e. income quintiles). Fimmtungabilin eru skilgreind út frá einstaklingum og greiningin hér miðar einnig við einstaklinga. Hver einstaklingur telst á því fimmtungabili sem heimili þeirra eru á, en samkvæmt skilgreiningu á ráðstöfunartekjum á neyslueiningu eru allir heimilismenn á sama bili.

Um tölurnar

Niðurstöðurnar byggja á lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Úrtak rannsóknarinnar er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima. Hér er greiningin miðuð við valinn svaranda.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um fólk sem neitar sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi töflum á aðalvef Hagstofu Íslands.

Fólk sem ekki sótti sér heilbrigðisþjónustu

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.