Vellíðan / Hamingja fullorðinna


Stutt lýsing

Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10.


Nánari skýring

Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína 8 eða hærri á skalanum 1-10. Miðað er við september hvers árs.

Um tölurnar

Lýðheilsuvaktin er mánaðarleg vöktun Embættis landlæknis á nokkrum helstu áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar. Markmiðið er að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna Íslendinga og þróun helstu áhrifaþátta heilbrigðis.

Byggt er á mánaðarlegri netkönnun sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Mánaðarlega er tekið slembiúrtak, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup. Ef ekki er hægt að taka nógu stórt úrtak fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er tekið slembiúrtak úr þjóðskrá innan þess svæðis. Í hverjum mánuði veljast um 800 einstaklingar til þátttöku og hefur þátttökuhlutfallið verið rúmlega 50% undanfarin ár.


Eining

Hlutfall í %.


Nánari upplýsingar

Hér eru aðeins birtar lykiltölur um vellíðan fullorðinna.

Sjá frekari tölfræði frá lýðheilsuvaktinni á vefsíðu embættis landlæknis.

Lýsigögn með nánari upplýsingum um tölfræðina má finna hér.